Verð á matarkörfu fjögurra manna fjölskyldu hækkar um 3,1 prósent á milli mánaða. Hækkun körfunnar frá því október 2021 er 8,6 prósent sem er meira en 2,6 prósentum meira en breyting á vísitölu neysluverðs á sama tímabili. Óvissa við mælinguna er 1,5 prósent.

Þessi hálfsárshækkun körfunnar upp á 8,6 prósent jafngildir árshækkun upp á um 18 prósent. Veritabus kannaði verð vörukörfu sem samanstóð af 35 vöruliðum úr öllum vöruflokkum. Verð körfunnar var á bilinu 22-27 þúsund krónur. Karfan hafði hækkað milli mánaða um 3,5 prósent í Krónunni og 3,2 prósent í Hagkaupum.

Í Heimkaupum nam hækkunin 2,5 prósentum og 2,0 prósentum í Nettó.Vegin meðalhækkun vörukörfunnar er 3,1 prósent og óvissa er 1,5 prósent. Slík hækkun milli mánaða mælir verðbólguhraða upp á 44,2 prósent á heilu ári. Varhugavert er þó að draga slíkar ályktanir, þar sem hluti hækkunarinnar getur stafað af því að tilboð hafi verið í gangi á ýmsum vörum fyrir páska í mælingu ASÍ í lok mars.

Athygli vekur að mjólkurvörur hækka tvöfalt meira en aðrar vörur í körfunni. Virðist það tengjast verðlistahækkunum frá Mjólkursamsölunni. Hér eru dæmi um hækkanir á verðlista Mjólkursamsölunnar sem birtist á vef hennar.

Hagstofan mældi verðhækkun matvara einungis 1,5 prósent í apríl. Mælingar hennar er notaðar til að reikna vísitölu neysluverðs.

Verðhækkanir vinsælla mjólkurvara í verðlista MS.

Frétt uppfærð kl. 15:17, 3. maí 2022. Tafla hefur verið leiðrétt vegna þess að verð D-vítamínbættrar nýmjólkur var rangt í verðlista MS frá 1/12/21. Einnig hafa upplýsingar um pakkningar skólaosts verið uppfærðar.