Veitingastaðnum Holt á Hótel Holti var lokað í gær eftir rúmlega hálfs árs rekstur í höndum nýrra rekstraraðila. Samkvæmt upplýsingum frá Hótel Holti er óvíst hvenær hann verður opnaður aftur.
Greint var frá því í lok síðasta árs að eigendur Dill Restaurant, Kex hostels og Hótel Holts hefðu gert með sér samkomulag um veitingarekstur á Hótel Holti og var stefnt að opnun í febrúar á þessu ári. Veitingastaðurinn fékk nafnið Holt og var Ragnar Eiríksson ráðinn yfirkokkur en hann var áður yfirkokkur á Dill.
Hótel Holt var stofnað árið 1965 og hefur síðan þá verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Í dag er það rekið af dóttur stofnendanna, Geirlaugu Þorvaldsdóttur.