Innlent

Veitingastaðnum á Hótel Holti lokað

Veitingastaðnum Holt á Hótel Holti hefur verið lokað og er óvíst hvenær hann verður opnaður aftur.

Hótel Holt var stofnað árið 1965. Fréttablaðið/GVA

Veitingastaðnum Holt á Hótel Holti var lokað í gær eftir rúmlega hálfs árs rekstur í höndum nýrra rekstraraðila. Samkvæmt upplýsingum frá Hótel Holti er óvíst hvenær hann verður opnaður aftur.

Greint var frá því í lok síðasta árs að eigendur Dill Restaurant, Kex hostels og Hót­el Holts hefðu gert með sér samkomulag um veitingarekstur á Hótel Holti og var stefnt að opnun í febrúar á þessu ári. Veitingastaðurinn fékk nafnið Holt og var Ragnar Eiríksson ráðinn yfirkokkur en hann var áður yfirkokkur á Dill. 

Hótel Holt var stofnað árið 1965 og hefur síðan þá verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Í dag er það rekið af dóttur stofnendanna, Geirlaugu Þorvaldsdóttur.Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hlutabréf í Icelandair hækka um 3,4 prósent

Innlent

Vofa góðra stjórnarhátta

Innlent

Eaton Vance dregur saman seglin á Íslandi

Auglýsing

Nýjast

Verðbólga ekki lægri í Bretlandi í tvö ár

Bjóða allt að 20 milljarða í Icelandair Hotels

Líf­eyris­sjóðir leggi hinu opin­bera lið

Basko tapaði rúmum milljarði króna

Gamli Byr skoðar lagalega stöðu sína

Bætir við hlut sinn í Capacent á Íslandi

Auglýsing