Innlent

Veitingastaðnum á Hótel Holti lokað

Veitingastaðnum Holt á Hótel Holti hefur verið lokað og er óvíst hvenær hann verður opnaður aftur.

Hótel Holt var stofnað árið 1965. Fréttablaðið/GVA

Veitingastaðnum Holt á Hótel Holti var lokað í gær eftir rúmlega hálfs árs rekstur í höndum nýrra rekstraraðila. Samkvæmt upplýsingum frá Hótel Holti er óvíst hvenær hann verður opnaður aftur.

Greint var frá því í lok síðasta árs að eigendur Dill Restaurant, Kex hostels og Hót­el Holts hefðu gert með sér samkomulag um veitingarekstur á Hótel Holti og var stefnt að opnun í febrúar á þessu ári. Veitingastaðurinn fékk nafnið Holt og var Ragnar Eiríksson ráðinn yfirkokkur en hann var áður yfirkokkur á Dill. 

Hótel Holt var stofnað árið 1965 og hefur síðan þá verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Í dag er það rekið af dóttur stofnendanna, Geirlaugu Þorvaldsdóttur.Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hlutafé Þingvangs aukið með sameiningu félaga

Innlent

Meta virði Marels 40 prósentum yfir markaðsgengi

Innlent

Citi ráðgjafi við sölu á Valitor

Auglýsing

Nýjast

Andri Már í skot­línu endur­skoðenda

Þýskur banki í hóp stærstu hlut­hafa Arion banka

Ís­lands­banki hafnaði sátta­til­boði Gamla Byrs

Nýr vefur fyrir viðskiptalífið og stærri Markaður

Skulda­bréfa­eig­endur WOW fá 20 prósenta aukagreiðslu

Krónan veikst um meira en 2 prósent gagnvart pundinu

Auglýsing