Innlent

Veitingastaðnum á Hótel Holti lokað

Veitingastaðnum Holt á Hótel Holti hefur verið lokað og er óvíst hvenær hann verður opnaður aftur.

Hótel Holt var stofnað árið 1965. Fréttablaðið/GVA

Veitingastaðnum Holt á Hótel Holti var lokað í gær eftir rúmlega hálfs árs rekstur í höndum nýrra rekstraraðila. Samkvæmt upplýsingum frá Hótel Holti er óvíst hvenær hann verður opnaður aftur.

Greint var frá því í lok síðasta árs að eigendur Dill Restaurant, Kex hostels og Hót­el Holts hefðu gert með sér samkomulag um veitingarekstur á Hótel Holti og var stefnt að opnun í febrúar á þessu ári. Veitingastaðurinn fékk nafnið Holt og var Ragnar Eiríksson ráðinn yfirkokkur en hann var áður yfirkokkur á Dill. 

Hótel Holt var stofnað árið 1965 og hefur síðan þá verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Í dag er það rekið af dóttur stofnendanna, Geirlaugu Þorvaldsdóttur.Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Byggingariðnaður

Félag Péturs í Eykt hagnast um 2,2 milljarða

Innlent

Eik tapaði dómsmáli gegn Andra Má

Innlent

WOW air klárar 60 milljóna evra fjármögnun

Auglýsing

Nýjast

Bank­a­stjór­i Dansk­e seg­ir af sér í skugg­a pen­ing­a­þvætt­is

Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair

Safnaði 7,7 milljörðum

Varða Capital tapaði 267 milljónum í fyrra

Mögu­lega sekur um „al­var­leg brot“ á sam­keppnis­lögum

Engar olíulækkanir í spákortunum

Auglýsing