Rekstr­ar­fé­lagið sem rak veit­ingastaðinn Dill og veit­ingastaðinn Syst­ur að Hverf­is­götu, hef­ur, sam­kvæmt óstaðfest­um heim­ild­um mbl.is, verið tekið til gjaldþrota­skipta. K100 greindi frá þessu í morgun.

Þegar Dill var og hét hlaut staðurinn eina Michelin-stjörnu sem hann missti svo afturí febrúar á þessu ári. Staðurinn var í fyrra einungis einu stigi frá því að komast í flokk bestu veitingastaða á Norðurlöndum samkvæmt matargagnrýnandanum The White Guide Nordic.

Eini íslenski staðurinn sem hefur þá stöðu samkvæmt matargagnrýnandanum í dag er ÓX, vetingastaðurinn innan veitingastaðarins Sumac sem hefur hlotið viðurkenninguna Global masters level með 89 stig af 100 og þykir einn af bestu veitingastöðum Norðurlanda.