Bein veðsetning á íslenskum hlutabréfamarkaði var um 22 prósent í lok júlí. Hlutfallið var 13 prósent en í ljósi þess að lífeyrissjóðir sem áttu um 40 prósent af markaðsvirði skráðra félaga og þeir eiga ekki óveðsettar eignir var hlutfallið í reynd 22 prósent. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálastöðugleiki sem Seðlabankinn gefur út.

Veðsetningarhlutfallið, að lífeyrissjóðum meðtöldum, hefur lækkað „eilítið“ síðastliðna mánuði.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,7 prósent undanfarna þrjá mánuði en um 25 prósent á sex mánuðum. Hún er nú í svipuðum gildum og undir lok febrúar áður en miklar lækkanir urðu vegna COVID-19.

Fram kemur í ritinu að þróun á hlutabréfaverði hafi verið afar mismunandi eftir félögum og atvinnugreinum. Gengisþróun Marels á hlutabréfamarkaði ræður miklu um þróun vísitölunnar enda vegur tæknifyrirtækið um 60 prósent í vísitölunni.