Kristún M. Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, benti á í pallborði á Peningamálafundi Viðskiptaráðs, að margir hafi fagnað vaxtalækkunarferlinu. Hún sagði að það megi spyrja sig hvort því beri að fagna enda sé verið að bregðast við spám um samdrátt.

Seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti um 1,5 prósentustig frá því í vor og eru þeir nú þrjú prósent. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans hafa horfur um hagvöxt á seinni hluta ársins versnað frá því sem spáð var í ágúst.

Það sjónarmið vantar

Kristrún sagði að vaxtalækkanirnar séu til marks um veikleika í hagkerfinu. „Það sjónarmið vantar í umræðuna um stýrivexti,“ sagði hún og nefndi að stýrivexti Evrópska Seðlabankans hafi verið neikvæðir í fimm ár og það hafi litlu skilað.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði að stýrivextir hafi verið lækkaðir í því skyni að efla fjárfestingu. „Við erum þess fullviss um að þeir muni skila því,“ sagði hann. Vaxtalækkunum hafi verið skilað úr í hagkerfið. Nú þurfi að veita ný útlán byggt á nýjum vaxtastigi.

Ásgeir lét þess einnig getið að lágir vextir væru merki um sjúkleika í hagkerfinu. Það væri mikilvægt að hafa það í huga.