Verkalýðsmál

Hækkunin auð­veldi ekki leiðina að sátt um kjör

Mið­stjórn Al­þýðu­sam­bands Ís­lands hefur lýst yfir gríðar­legum von­brigðum með á­kvörðun peninga­stefnu­nefndar Seðla­banka Ís­lands að hækka stýri­vexti.

Drífa Snædal er forseti ASÍ. Fréttablaðið/Anton Brink

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hefur lýst yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti. Nefndin greindi frá því að ákveðið hefði verið að hækka vextina um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,5 prósent.

Í yfirlýsingu frá miðstjórn ASÍ segir að ákvörðun bankans muni ekki auðvelda að ná sátt náist í komandi kjaraviðræðum. Vextir séu nú þegar margfalt hærri en í nágrannalöndum og vaxtastigið haft veruleg áhrif á lífskjör almennings og möguleika fólks til að sjá fyrir sér.

„Ef takast á að bæta lífskjör hér á landi í komandi kjarasamningum þurfa allir að leggjast á eitt og er peningastefnunefnd Seðlabankans, þar alls ekki undanskilin,“ segir í yfirlýsingunni.

Í yfirlýsingu frá peningastefnunefnd sagði að aukin verðbólga og hærri verðbólguvæntingar síðustu mánuði hafi lækkað raunvexti bankans umfram það sem æskilegt sé í ljósi núverandi efnahagsástands og horfa. Nauðsynlegt væri því að hækka vextina nú.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

„Vaxt­a­á­kvörð­un í boði for­yst­u verk­a­lýðs­hreyf­ing­ar?“

Innlent

Vaxta­hækkun Seðla­bankans „með ó­líkindum“

Innlent

Seðlabankinn hækkar stýrivexti

Auglýsing

Nýjast

Ingi­mundur lætur af for­mennsku ISAVIA

Big Short-fjár­festir veðjar gegn bönkum í Kanada

Sam­eining lækkaði kostnað Festar um hálfan milljarð

Arnar Gauti tekur við af Guð­brandi

Norwegian refsað harðar en Boeing á mörkuðum

Rétt­lætis­mál að af­nema banka­skattinn

Auglýsing