Innlent

Vaxta­hækkun Seðla­bankans „með ó­líkindum“

Forstjóri GAMMA Capital Management segir áhugavert að sjá Seðlabankann bjóða erlendum fjárfestum í „íslenskan vaxtadans“.

Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management. Fréttablaðið/Stefán

Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management, segir það með ólíkindum að peningastefnunefnd Seðlabankans skuli hækka stýrivexti bankans á núverandi tímapunkti. Áhugavert sé jafnframt að sjá Seðlabankann bjóða erlendum fjárfestum í „íslenskan vaxtadans“.

„Það er með ólíkindum að sjá Seðlabankann hækka vexti á þeim tímapunkti þegar hagkerfið byrjar að kólna og gert er ráð fyrir að spenna sé að hverfa úr þjóðarbúskapnum,“ segir Valdimar um ákvörðun peningastefnunefndarinnar sem greint var frá í morgun.

„Einnig gerist það rétt eftir að slakað er á innflæðishöftunum en ein forsenda fyrir afléttingu þeirra samkvæmt Seðlabankanum er minnkandi vaxtamunur við útlönd. Það er áhugavert að sjá þá bjóða erlendum fjárfestum í íslenskan vaxtadans,“ nefnir hann.

Seðlabankinn ákvað sem kunnugt er að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig og verða meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, því 4,5 prósent.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar sagði að aukin verðbólga og hærri verðbólguvæntingar síðustu mánuði hefðu lækkað raunvexti Seðlabankans umfram það sem æskilegt væri í ljósi núverandi efnahagsástands og horfa. Því væri nauðsynlegt að hækka vexti bankans nú.

Frétt Fréttablaðsins: Seðlabankinn hækkar stýrivexti

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hættir sem fram­kvæmda­stjóri hjá Origo

Innlent

Arion semur við Citi um ráðgjöf vegna Valitor

Innlent

Arion banki gefur út víkjandi skuldabréf

Auglýsing

Nýjast

AGS segir Seðla­banka að af­nema inn­flæðis­höftin

170 milljarða króna verðmæti í stangveiði

Mál gegn banka­ráðs­mönnum fellt niður

Ágúst og Lýður taldir eigendur Dekhill Advisors

Gengislekinn meiri og hraðari en áður

Lágmarkstilboð 80 prósent af eigin fé

Auglýsing