Innlent

„Vaxt­a­á­kvörð­un í boði for­yst­u verk­a­lýðs­hreyf­ing­ar?“

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig.

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Ljósmynd/Viðskiptaráð

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, varpar þeirri spurningu fram hvort að vaxtahækkun Seðlabanka Íslands megi rekja til forystu verkalýðshreyfingarinnar.

Sjá einnig: Seðlabankinn hækkar vexti

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,5 prósent.

Á Twitter-reikningi sínum setur Ásta inn tengil á frétt um vaxtahækkunina og skrifar „Vaxtaákvörðun í boði forystu verkalýðshreyfingarinnar?“

Sjá einnig: Vaxtahækkun Seðlabankans „með ólíkindum“

Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management, sagði í samtali við Fréttablaðið að með ólíkindum væri að sjá Seðlabankann hækka vexti á þeim tímapunkti þegar hagkerfið byrjar að kólna og gert er ráð fyrir að spenna sé að hverfa úr þjóðarbúskapnum. Hann nefndi einnig að forsenda fyrir slökun á innflæðishöftum samkvæmt Seðlabankanum væri minnkandi vaxtamunur við útlönd. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ingi­mundur lætur af for­mennsku ISAVIA

Innlent

Sam­eining lækkaði kostnað Festar um hálfan milljarð

Innlent

Rétt­lætis­mál að af­nema banka­skattinn

Auglýsing

Nýjast

Big Short-fjár­festir veðjar gegn bönkum í Kanada

Arnar Gauti tekur við af Guð­brandi

Norwegian refsað harðar en Boeing á mörkuðum

Upp­bygging Vestur­bugtar í upp­námi

Icelandair hækkar enn í kjöl­far WOW-vand­ræða

Festi kaupir hlut í Íslenskri orkumiðlun

Auglýsing