Innlent

Vá­­­trygginga­­fé­lögin styrkja hjarta­deild um 18 milljónir

Samningurinn felur meðal annars í sér þróun vefsíðu með gagnvirku fræðsluefni um kransæðasjúkdóma.

Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, Katrín Júliusdóttir, framkæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, og Bylgja Kærnested, deildarstjóri á hjartadeild skrifa undir samstarfssamninginn.

Undirritaður var samningur á milli Samtaka fjármálafyrirtækja og hjartadeildar Landspítala í gær um að vátryggingafélögin Sjóvá, TM, VÍS og Vörður styrki deildina um 18 milljónir króna á næstu þremur árum. 

Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að styrknum verði varið til að stórefla fræðslu og forvarnarstarf á vegum hjartadeildar. Hjarta og æðasjúkdómar séu helsta dánarorsök Íslendinga og því vel við hæfi að vátryggingafélögin styðji við hjartadeild Landspítala með þessum hætti.

Í fyrstu verður megináherslan á að styrkja svokallaðar annars stigs forvarnir, þ.e. forvarnir hjá þeim sem hafa þegar greinst með kransæðasjúkdóm. Það felur meðal annars í sér reykleysismeðferð, meðferð við háþrýstingi, sykursýki og hækkuðu kólesteróli. Einnig verður skoðað hvernig best er að efla forvarnir hjá þeim sem enn hafa ekki greinst með hjartasjúkdóm. Í því tilliti kynni að vera áhugavert að beina sjónum fyrst og fremst að yngri kynslóðum.

Samningurinn felur meðal annars í sér þróun vefsíðu með gagnvirku fræðsluefni um kransæðasjúkdóma. Styrkurinn verður einnig nýttur til umbóta á aðstöðu sjúklinga og aðstandenda þeirra sem liggja á hjartadeild. Þá verður enn fremur lagt fé til eflingar starfsþróunar starfsfólks deildarinnar.

„Vátryggingafélögin gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu þegar kemur að fræðslu og forvörnum. Forvarnir eru ákaflega mikilvægar þegar kemur að vörnum gegn sjúkdómum á borð við hjarta- og æðasjúkdóma. Þar getur lífsstíll og mataræði til að mynda skipt miklu máli til þess að koma í veg fyrir slíka sjúkdóma. Samkomulag vátryggingafélaganna og hjartadeildar er því mikið fagnaðarefni og mun án efa skila miklum árangri þegar fram í sækir“ segir Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.

Bylgja Kærnested deildarstjóri hjartadeildar Landspítala segir að til "viðbótar við fornvarnarstarfið séu með þessum samningi sköpuð mikilvæg tækifæri til að bæta aðstöðu á deildinni svo og efla starfsþróun hjá þeim sem starfa á hjartadeild. Það sé ekki síst mikilvægt þegar gríðarleg samkeppni er um heilbrigðisstarfsfólk, sérstaklega hjúkrunarfræðinga".

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Krónan veikst um meira en 2 prósent gagnvart pundinu

Innlent

Hagnaður Skeljungs jókst um 63 prósent

Innlent

Vilja svör um hvort skatt­skrá hafi verið af­hent með fyrir­vara

Auglýsing

Nýjast

Seðla­bankinn skoðar eigin verk­lag eftir dóminn

Skipta­stjóri til­kynnti Rosen­berg til ­sak­sóknara

43 milljóna króna gjald­þrot Rosen­berg

Bjóð­a Katr­ín­u á fund til að ræða Seðl­a­bank­a­mál­ið

Leig­u­v­erð hækk­að meir­a utan borg­ar­inn­ar en innan

Már upptekinn í útlöndum

Auglýsing