Mat­væla­stofnun varar við upp­lýsingum eða stað­hæfingum um fyrir­byggjandi á­hrif mat­væla og fæðu­bótar­efna á CO­VID-19 sýkingar. Þetta kemur fram í til­kynningu.

„Undan­farna daga hefur borið á því í fjöl­miðlum, aug­lýsingum og á sam­fé­lags­miðlum að kynntar séu ýmsar vörur sem eiga að styrkja ó­næmis­kerfi líkamans og koma í veg fyrir sýkingar, meðal annars af völdum kóróna­veira. Slíkar upp­lýsingar eða stað­hæfingar eru rangar og villandi fyrir neyt­endur og Mat­væla­stofnun varar við slíkum upp­lýsingum,“ segir í til­kynningunni.

Þá er bent á að fæðu­bótar­efni eru mat­væli og ekki megi eigna þeim þá eigin­leika að fyrir­byggja sýkingar eða lækningu sjúk­dóma. Þetta gildi einnig um mat­væli al­mennt.

Það er vissu­lega rétt að virkt ó­næmis­kerfi skiptir höfuð­máli til að verjast sýkingum en það er engin ofur­fæða eða fæðu­bótar­efni sem geta komið í veg fyrir sýkingu af völdum kóróna­veira.

Góð næring skiptir miklu máli fyrir eðli­lega starf­semi ó­næmis­kerfisins en lang­flestir hér­lendis upp­fylla næringar­þarfir sínar með góðu og fjöl­breyttu fæði. Á vef land­læknis má finna upp­lýsingar um mikil­vægi góðrar næringar fyrir heilsu.

Besta leiðin til að verja sig gegn kóróna­veirunni er fylgja leið­beiningum sótt­varnar­læknis varðandi hand­þvott, hósta eða hnerra í oln­boga­bótina og tak­marka náin sam­skipti sem sagt handa­bönd og faðm­lög.
Einnig er nú sem endra­nær rétt að benda á leið­beiningar Mat­væla­stofnunar um með­höndlun mat­væla við matar­gerð og spurt og svarað um CO­VID-19 og mat­væli.