Valitor varar aftur kort­hafa sína við svik­sam­legum SMS-skila­boðum og tölvu­pósti í nafni bæði DHL og Póstsins. Í til­kynningu kemur fram að í skila­boðunum komi fram að pakki sé á leiðinni og að mót­takandinn þurfi að greiða gjald fyrir mót­töku hans.

Tengill fylgir á síðu þar sem við­komandi á að færa inn kor­ta­upp­lýsingar. Þær upp­lýsingar eru síðan mis­notaðar og geta ein­staklingar staðið uppi með tölu­vert tjón sem er frá tugum upp í hundruð þúsunda króna.

„Við viljum í­treka fyrri við­varanir og biðjum fólk að opna ekki hlekki sem fylgja skila­boðunum og gefa ekki upp undir neinum kring­um­stæðum korta- eða per­sónu­upp­lýsingar. Einnig er mikil­vægt er að gefa alls ekki upp öryggis­kóða sem berst með SMS til að ljúka við greiðslu. Texta­skila­boð þessi inni­halda ítar­legar upp­lýsingar um það sem kort­hafi er að sam­þykkja með slíkum stað­festingar­kóða,“ segir í til­kynningu frá Valitor.

Segir að það sé mjög mikil­vægt að lesa skila­boðin vand­lega, at­huga upp­hæðina sem þau eru beðin að greiða og í hvaða gjald­miðli hún er. Þá er í­trekað mikil­vægi þess að á­fram­senda ekki kóðann í blindni.

„Því miður eru dæmi um að kort­hafar hafi tapað háum upp­hæðum vegna svika af þessum toga.“

Hafi fólk brugðist við skila­boðum og gefið upp öryggis­kóða er brýnt að hafa sam­band strax við við­skipta­banka sinn eða þjónustu­ver Valitor í síma 525-2000 utan opnunar­tíma bankans. Jafn­framt er bent á að til­kynna svik til lög­reglunnar á net­fangið cybercrime@lrh.is.

SMS svikapóstur. Óprúttnir aðilar eru að senda sms til fólks sem lætur líta út fyrir að þau eigi von á sendingu með...

Posted by DHL Express á Íslandi on Monday, 19 April 2021