Net­öryggis­sveitin CERT-IS varra við svika­her­ferðum í tengslum við stóra net­verslunar­daga. Þetta kemur fram í til­kynningu á vef Póst-og fjar­skiptar­stofnunarinnar.

Síðustu daga hefur Net­öryggis­sveitin séð aukningu í svika­her­ferðum í nafni flutninga­fyrir­tækja. Aukninguna má rekja til stór­til­boðs­dagsins „Dagur Ein­hleypra“ þann 11. nóvember þar sem verslanir kepptust við að hafa til­boð á vef­verslunum sínum og bjóða upp á heims­endingar­þjónustu.

Sveitin varar sér­stak­lega við því að svikarar nýta sér slíka við­burði til að hrinda af stað slíkum svika­her­ferðum. Búast má við fleiri her­ferðum nú þegar „Svartur föstu­dagur“ og „Net­mánu­dagur“ eru í vændum.

Svika­her­ferðirnar virka þannig að sett er upp fölsk vef­síða þar sem notandi er minntur á að greiða sendingar­kostnað vegna ný­legra vöru­kaupa.

Síður sem þessar verða sí­fellt trú­verðugri og getur reynst erfitt að greina svika­síður frá raun­veru­legum greiðslu­síðum.

Áður en kredit­korta­númer er gefið upp er því gott að staldra við og hugsa hvort það sé eitt­hvað sér­kenni­legt við greiðslu­síðuna eða til­kynninguna.