Innlent

Varða Capital tapaði 267 milljónum í fyrra

Heildareignir Vörðu Capital, sem er aðaleigandi Nespresso á Íslandi, námu um 2,5 milljörðum króna í árslok 2017

Varða Capital, sem kemur meðal annars að fjármögnun lúxushótelsins við Hörpu Fréttablaðið/Eyþór

Fjárfestingarfélagið Varða Capital, sem er að stærstum hluta í eigu Jónasar Hagan Guðmundssonar og Gríms Garðarssonar, tapaði rúmlega 267 milljónum króna í fyrra borið saman við 221 milljónar króna hagnað á árinu 2016. Tap félagsins skýrist af því að bókfært virði eignarhluta í dóttur- og hlutdeildarfélögum er fært niður um liðlega 340 milljónir.

Varða Capital, sem kemur meðal annars að fjármögnun lúxushótelsins við Hörpu og er hluthafi í Kortaþjónustunni, var í hópi stærstu hluthafa Kviku banka en félagið seldi í lok síðasta árs 7,7 prósenta hlut sinn í bankanum. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi fjárfestingarfélagsins nam innleystur hagnaður vegna sölunnar um 123 milljónum króna.

Heildareignir Vörðu Capital, sem er aðaleigandi Nespresso á Íslandi, námu um 2,5 milljörðum króna í árslok 2017 en þar munar mest um eignarhluti í dóttur- og hlutdeildarfélögum upp á 1,36 milljarða króna. Eigið fé félagsins er rúmlega 1.400 milljónir og einu langtímaskuldir þess eru við tengda aðila.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ó­gilda sam­runa Lyfja og heilsu og Apó­teks MOS

Innlent

Fjár­mála­reglurnar veita falskt öryggi

Hlutabréfamarkaður

Origo hækkaði um 5,77 prósent

Auglýsing

Nýjast

Uber seldi skuldabréf fyrir tvo milljarða dala

Krónan réttir úr kútnum

Sala Domino's á Íslandi jókst um tæp 5 prósent

Már kynnti hugmyndir um innflæðishöftin

Greiðir milljarða í málskostnað vegna Tchenguiz

Af­koma í ferða­þjónustu á lands­byggðinni versnar

Auglýsing