Valur Hrafn Einars­son hefur verið ráðinn tækni­stjóri hjá hug­búnaðar­fyrir­tækinu Stokki Software. Stokkur Software hefur þróað mörg af vin­sælustu öppum landsins eins og Domino’s, Lottó, Lengjuna, Aur, Strætó og Einka­klúbb Arion banka.

Hann hefur víð­tæka reynslu úr tækni­geiranum og hefur frá árinu 2018 stýrt vef­þróunar­deild Sýnar. Þar sá hann meðal annars um þróun á tækni­um­hverfi fyrir vísi.is, sjón­varp­sappi Stöðvar 2 og út­varp­söppum Sýnar. Valur hefur lokið B.Sc gráðu í hug­búnaðar­þróun frá Há­skólanum í Reykja­vík.

„Reynsla Vals mun styrkja Stokk Software í sinni veg­ferð og hann kemur með verð­mæta þekkingu á öllum sviðum starf­semi okkar. Það er mikil eftir­spurn á staf­rænum lausnum og staf­ræn þróun fyrir­tækja í há­marki svo við erum spennt að fá Val til okkar til að leiða tækni­þróun fyrir­tækisins á­fram,“ segir Ár­dís Björk Jóns­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Stokks.