Viðskipti

Valitor tapaði ríflega 200 milljónum

Greiðslu­korta­fyrir­tækið Valitor, sem er í eigu Arion banka, tapaði 204 milljónum króna fyrir skatta á öðrum fjórðungi ársins. Fyrir­tækið skilaði hagnaði í fyrra.

Viðar Þorkelsson, er forstjóri Valitors, en greiðslukortafyrirtækið er í eigu Arion banka. Fréttablaðið/Stefán

Greiðslukortafyrirtækið Valitor, sem er í eigu Arion banka, tapaði 204 milljónum króna fyrir skatta á öðrum fjórðungi ársins. Til samanburðar skilaði félagið 1.045 milljóna króna hagnaði á sama tíma í fyrra.

Fram kemur í árshlutareikningi Arion banka, sem birtur var á fimmtudag, að rekstrartekjur Valitors hafi numið 1.871 milljón króna á öðrum ársfjórðungi borið saman við 2.779 milljónir króna á öðrum fjórðungi síðasta árs. Þá námu rekstrargjöld kortafyrirtækisins 2.050 milljónum króna á öðrum fjórðungi ársins en þau voru 1.742 milljónir króna á sama tíma í fyrra.

Alls tapaði Valitor 769 milljónum króna fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins.

Eignir kortafyrirtækisins námu auk þess 45.536 milljónum króna í lok júnímánaðar borið saman við 46.031 milljón á sama tíma á síðasta ári. Heildarskuldir voru 29.900 milljónir í lok júní síðastliðins en þær voru 29.632 milljónir í lok júní í fyrra.

Í fimm ára áætlun félagsins er gert ráð fyrir að það skili rekstrarhagnaði innan fáeinna ára.

Arion banki hefur sem kunnugt er fengið alþjóðlega ráðgjafa til þess að meta hvernig best sé að haga framtíðareignarhaldi Valitors. Kemur meðal annars til greina af hálfu bankans að selja meirihluta í félaginu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Enginn fundur flugforstjóra

Viðskipti

Seldu samlokur fyrir tvo milljarða

Viðskipti

Stekkur hagnast um 126 milljónir

Auglýsing

Nýjast

Skotsilfur Markaðarins: Loksins, loksins

Net­flix sefar á­hyggjur sjón­varpssukkara

Þrjú fasteignafélög hækkkuðu í dag

Tekjuhæsti árshelmingurinn í sögu Landsvirkjunar

Nýti ákvæði um að hærri fasteignagjöld hækki leiguverð

Reginn hækkar um 5 prósent eftir uppgjör

Auglýsing