For­svars­menn Valitor segja að á­kvörðun héraðs­dóms Reykja­víkur um að fallast að hluta á skaða­bóta­kröfu Suns­hine Press Production (SPP) og Datacell gagn­vart Valitor komi sér mjög á ó­vart en þetta kemur fram í til­kynningu frá fyrir­tækinu.

Í til­kynningunni segir að niður­staða dóm­stólsins sæti furðu og þá sér­stak­lega varðandi SPP sem aldrei hafi átt í neinu við­skipta­sam­bandið við Valitor. Þá segir að SPP hafi aldrei haft nema hverfandi tekjur en geri engu að síður margra milljarða dóm­kröfur á hendur fyrir­tækinu.

„Valitor hefur frá upp­hafi bent á að enginn grund­völlur sé fyrir kröfu­gerð SPP en meiri­hluti héraðs­dóms kemst að annarri niður­stöðu í dag. Hins vegar skilaði einn þriggja dómara sér­á­liti og vildi sýkna Valitor al­farið enda hafi ekkert tjón verið sannað. Valitor er að fara yfir dóms­niður­stöðuna og mun væntan­lega á­frýja málinu til Lands­réttar.“

Í niður­lagi til­kynningarinnar er tekið fram að niður­staða dóm­stólsins hafi engin á­hrif á rekstrar­hæfi Valitor né þjónustu við við­skipta­vini fé­lagsins og að fjár­hags­leg staða þess sé á­fram sterk. Arion banki, eig­andi Valitor, sé fjár­hags­legur bak­hjarl fé­lagsins í þessu máli.