Valgerður Kristjánsdóttir útskrifaðist með Cand. oecon. gráðu frá Háskóla Íslands árið 2004 og hlaut löggildingu í endurskoðun árið 2009. Hún starfaði sem meðeigandi á endurskoðunarsviði EY til ársins 2022 og hóf svo störf hjá PwC í ársbyrjun 2023.
Valgerður hefur víðtæka reynslu og þekkingu á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum. Þar að auki hefur hún mikla reynslu af endurskoðun stórra og smárra fyrirtækja í fjölbreyttum atvinnugreinum og býr yfir töluverðri reynslu í þjónustu við fjármálafyrirtæki. Valgerður hefur einnig sinnt kennslu í Endurskoðunarferli I, við meistaranám Háskóla Íslands.
Ágúst Kristinsson er löggiltur endurskoðandi og hóf störf hjá PwC í ársbyrjun 2019. Ágúst hafði áður rekið sína eigin endurskoðunarskrifstofu og sinnt ýmsum verkefnum í reikningsskilum, ráðgjöf og endurskoðun. Ágúst starfaði hjá Deloitte í Reykjavík og New York í 18 ár, var í slitastjórn Byrs sparisjóðs og hefur setið í hinum ýmsu stjórnum og nefndum, einkum hjá fjármála-fyrirtækjum og lífeyrissjóðum. Ágúst lauk Cand. Oecon. prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2010.