Val­gerður Kristjáns­dóttir út­skrifaðist með Cand. oecon. gráðu frá Há­skóla Ís­lands árið 2004 og hlaut lög­gildingu í endur­skoðun árið 2009. Hún starfaði sem með­eig­andi á endur­skoðunar­sviði EY til ársins 2022 og hóf svo störf hjá PwC í árs­byrjun 2023.

Val­gerður hefur víð­tæka reynslu og þekkingu á al­þjóð­legum reiknings­skila­stöðlum og al­þjóð­legum endur­skoðunar­stöðlum. Þar að auki hefur hún mikla reynslu af endur­skoðun stórra og smárra fyrir­tækja í fjöl­breyttum at­vinnu­greinum og býr yfir tölu­verðri reynslu í þjónustu við fjár­mála­fyrir­tæki. Val­gerður hefur einnig sinnt kennslu í Endur­skoðunar­ferli I, við meistara­nám Há­skóla Ís­lands.

Ágúst Kristins­son er lög­giltur endur­skoðandi og hóf störf hjá PwC í árs­byrjun 2019. Ágúst hafði áður rekið sína eigin endur­skoðunar­skrif­stofu og sinnt ýmsum verk­efnum í reiknings­skilum, ráð­gjöf og endur­skoðun. Ágúst starfaði hjá Deloitte í Reykja­vík og New York í 18 ár, var í slita­stjórn Byrs spari­sjóðs og hefur setið í hinum ýmsu stjórnum og nefndum, einkum hjá fjár­mála-fyrir­tækjum og líf­eyris­sjóðum. Ágúst lauk Cand. Oecon. prófi í við­skipta­fræði frá Há­skóla Ís­lands og hlaut lög­gildingu til endur­skoðunar­starfa árið 2010.