Bretland

Val á endur­skoðanda verði ríkisvætt

Fimmta stærsta endur­skoðunar­fyrir­tæki Bret­lands vill að val á endur­skoðanda hjá stórum fyrir­tækjum verði ríkisvætt.

Í City-hverfinu í London eru fjöldi stórfyrirtækja til húsa. Nordicphotos/Getty

Endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton hefur kallað eftir því að val á endurskoðanda fyrir stærstu fyrirtæki Bretlands verði ríkisvætt í því skyni að vinna aftur traust á atvinnugreininni.

Grant Thornton, sem er fimmt stærsta endurskoðunarfyrirtæki Bretlands, telur að þess konar fyrirkomulag verði til þess að styrkja veikar hliðar atvinnugreinarinnar, að því er Financial Times greinir frá. 

Stærstu end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæki Bret­lands hafa verið í sviðsljós­inu eft­ir röð stór­felldra mistaka, til dæmis í tengslum við gjaldþrot breska verktakafyrirtækisins Carillion. Þau hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir versnandi gæði á endurskoðunum og hagsmunaárekstra.

Ríkisvæðing af þessu tagi er sögð hafa tvenns konar áhrif. Annars vegar þau að fyrirtækin verði ekki jafn háð kúnnum sínum og séu þannig ólíklegri til að horfa fram hjá rekstrarvanda. Hins vegar þau að greiða götuna fyrir smærri endurskoðunarfyrirtæki. Fjögur stærstu endurskoðunarfyrirtækin þjónusta 98 prósent af 350 stærstu skráðu félögum Bretlands.

Auk þess hefur Grant Thornton lagt til bann við því að endurskoðunarfyrirtækin bjóði stórum viðskiptavinum sínum ráðgjöf ofan á endurskoðun. BDO, sem er sjötta stærsta endurskoðunarfyrirtæki Bretlands, er hrifið af hugmyndinni um ríkisvæðingu vals á endurskoðanda en telur að þak á markaðshlutdeild sé hins vegar áhrifaríkari lausn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bretland

Sakar Jóhannes um samsæri

Bretland

Knatt­spyrnu­menn verjast gjald­eyris­sveiflum

Bretland

Atvinnuleysi í Bretlandi í áratugalágmarki

Auglýsing

Nýjast

Í samstarf við risa?

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Falla frá kaupréttum í WOW air

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Auglýsing