Markaðurinn

Vænta þess að útboðsgengi Arion verði 75 krónur á hlut

Væntingar eru um að útboðsverð Arion banka verði á genginu 0,67 af bókfærðu eigin fé bankans. Miðað við það er bankinn verðlagður á​ tæpa 136 milljarða króna.

Hlutafjárútboði Arion banka lýkur á morgun. Fréttablaðið/Eyþór

Ráðgjafar Arion banka í hlutafjárútboði bankans hafa tilkynnt bankanum að væntingar séu um að útboðsgengið verði 75 krónur á hlut eða sem samsvarar genginu 0,67 af bókfærðu virði eigin fjár bankans. Áskriftir hafa borist á þessu gengi margfalt umfram þá hluti sem eru í boði í grunnstærð útboðsins.

Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu sem Arion banki birti í Kauphöllinni í kvöld. Grunnstærð hlutafjárútboðsins er á bilinu 22,6 til 36,2 prósent af útistandandi hlutafé Arion banka. Seljendurnir, Kaupþþing og vogunarsjóðurinn Attestor Capital, sem er sagður íhuga að selja þriggja prósenta hlut, hafa jafnframt heimild til þess að stækka útboðið þannig að allt að 41 prósents hlutur verði seldur.

Úti­stand­andi hlut­ir í bank­an­um, að frá­dregn­um eig­in hlut­um, eru sam­tals 1.810 millj­ón­ir og er bankinn því verðlagður á tæpa 136 milljarða króna, ef miðað er við að endanlegt útboðsgengi verði 75 krónur á hlut.

Í útboðinu hefur fjárfestum boðist að kaupa bréf í bankanum á genginu 0,6 til 0,7 sinnum bókfært eigið fé bankans.

Almennu útboði hér á landi og í Svíþjóð lauk í dag en gert er ráð fyrir að útboðinu fyrir fagfjárfesta ljúki klukkan 12 að íslenskum tíma á morgun.

Tekið er fram í tilkynningu bankans að seljendur hafi hvorki samþykkt framkomin tilboð né tekið ákvörðun um endanlegt útboðsgengi auk þess sem áskriftum kunni að vera breytt.

Gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með hlutabréf í Arion banka verði í kauphöllinni hér á landi og í Stokkhólmi á föstudag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

TM leggur fram skuldbindandi kauptilboð í Lykil

Erlent

OPEC-ríkin auka framleiðslu

Markaðurinn

Sex þúsund gætu misst vinnuna

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Hagnaður Bláa lónsins jókst um þriðjung

Innlent

Keypti í Sýn en seldi í Símanum

Innlent

Sparisjóður Vestmannaeyja yfirtekinn á undirverði

Innlent

Lansdowne keypti 2,5 prósent í Arion banka

Efnahagsmál

Kaupmáttur aukist um 4 prósent

Erlent

Airbus hótar að flýja Bretland

Auglýsing