Ekki hefur verið tryggt að Ís­lands­póstur þurfi ekki á frekari fyrir­greiðslu að halda á næsta ári, hvort sem um ræðir aukið hluta­fé, láns­fé eða bein fjár­fram­lög frá ríkinu. Þetta kemur fram í svari ríkis­endur­skoðanda í svörum við spurningum fjár­laga­nefndar Al­þingis.

Út­tekt stofnunarinnar á starf­semi Ís­lands­pósts, sem hefur glímt við fjár­hags­vanda að undan­förnu, var kynnt á sam­eigin­legum fundi fjár­laga­nefndar og stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefndar í morgun.

Félagið hefur glímt við rekstrarvanda að undanförnu og fór svo að Alþingi heimilaði í fjárlögum ársins 2019 að endurlána mætti félaginu allt að 1,5 milljarða króna og leggja félaginu til aukið eigið fé gegn því að fyrirtækið myndi ráðast í endurskipulagningu á starfseminni.

Þar kom fram að hækkun burðar­gjalda bréfa og við­bótar­gjald vegna er­lendra sendinga, sem hvoru tveggja taka gildi í ár, muni rétta rekstur Ís­lands­pósts af, að minnsta kosti um tíma. En miðað við nú­verandi og fyrir­sjáan­legur rekstrar­for­sendur fé­lagsins muni að­gerðirnar ekki duga til lengri tíma.

Þá muni sam­keppni á markaði eftir boðað af­nám einka­réttar einnig hafa á­hrif á burðar­gjöld og tak­marka mögu­leika á hækkun þeirra. Ís­lands­póstur á­ætlar að rúm­lega 200 milljóna króna hagnaður verði af starf­seminni í ár en tapið nam 293 milljónum í fyrra.

Fjórar tillögur að úrbótum

Í út­tektinni kemur aukin­heldur fram að sam­skipti stjórnar Ís­lands­pósts og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið, en íslenska ríkið fer með eignar­hlut í fé­laginu, eigi ekki form­legan vett­vang. Sam­skipta­vandi hafi verið uppi í kringum greiðslu­vanda fé­lagsins en sam­ráð aukist í kjöl­far þess.

Ríkis­endur­skoðun hefur út­listað fjórar til­lögur að úr­bótum á starf­semi Ís­lands­pósts. Þær eru að tryggja rekstrar­grund­völl fé­lagsins til lengri tíma, móta sér­staka eig­enda­stefnu fyrir fé­lagið, efla eftir­lit þess og ráðast í frekari hag­ræðingar­að­gerðir.

Eigið fé Íslandspósts nam 2.237 milljónum króna í árslok 2018. Markaðsvirði félagsins hefur ekki verið metið.

Út­tekt ríkis­endur­skoðanda í heild.