„Við hittumst í mennta­skóla og fórum að vinna þar saman að verk­efni á nám­skeiði sem var haldið fyrir unga frum­kvöðla,“ segir Cal­le Ros­en­gren, annar stofnanda fyrir­tækisins Far­sking í Sví­þjóð en síðustu tvö ár hafa þau, hann og Amanda Lars­son, hinn stofnandinn fengið verð­laun sem besta gra­nólað tvö ár í röð í Sví­þjóð í verð­laununum Arets basta produ­kt sem veitt eru ár­lega í nokkrum flokkum.

Cal­le segir að mark­mið þeirra eftir að hafa farið á nám­skeiðið hafi verið að stofna fyrir­tæki og vera með ein­hverja vöru til að selja út það skóla­ár.

„Þá var hug­myndin svipuð því sem hún er núna – heilsu­sam­legt gra­nóla fyrir börn – en þá var meiri á­hersla lögð á börn en er í dag. Við áttum frá­bært ár þá og á­kváðum í kjöl­farið að halda á­fram. Þar var árið 2014 og svo þegar við út­skrifuðumst árið 2016 fórum við að vinna fyrir fyrir­tækið okkar í fullu starfi,“ segir Cal­le.

Hann segir að þau séu enn lítið og ungt fyrir­tæki á markaði en að þau séu mjög spennt að varan þeirra sé komin á markað utan Sví­þjóðar en Ís­land er fyrsta landið sem tekur það í sölu. Spurður hvort hann hafi ráð fyrir unga frum­kvöðla segir Cal­le að út­hald sé lík­lega það mikil­vægasta til að hafa í slíkri vinnu.

„Í kringum frum­kvöðuls­starf er í dag gefin rómantískur blær með því að gefa til kynna fimm­tán tíma vinnu­dag en að á sama tíma nái fólk að sinna fjöl­skyldu og vinum, eða í raun vera ein­hvers konar ofur­manneskja. En nær allt sem kemur að því að stofna fyrir­tæki tekur alltaf miklu lengri tíma en þú heldur. Að vinna sig í gegnum það góða og það slæma en að hafa samt út­hald í að halda á­fram er eitt­hvað sem við teljum mikil­vægara en nokkuð annað. En fyrir utan það, þá bara snýst það um að taka fyrsta skrefið,“ segir Cal­le.

Hann segir að það skipti ekki máli að fólk hafi sér­þekkingu sem það telji sig þurfa hafa því maður neyðist til að læra allt á leiðinni.

„Of hafðu frá­bæran með­stofnanda, það gerir ferða­lagið í það minnsta skemmti­legt,“ segir hann.

Mynd/Aðsend

Á ekki að vera leiðinlegt að borða hollt

Spurður hvað sé sér­stakt við vöruna þeirra og hvort hún sé fyrir ein­hvern á­kveðinn hóp segir Cal­le að þau séu „líf­stíls­merki“ með heil­brigðar vörur en þau reyni að nota skapandi leiðir til að koma sér á fram­færi.

„Vörurnar okkar eru fyrir alla því við eigum öll skilið að byrja alla morgna vel. En okkar markaðs­starfi er að miklu leyti beint að ungu fólki, sér­stak­lega táningum og til ung­menna. Þegar við byrjuðum í Sví­þjóð, sjálf sem ung­lingar, leið okkur eins og það vantaði eitt­hvað upp á. Það voru allir að tala um að borða heil­brigðan mat en það var allt svo leiðin­legt í kringum það,“ segir Cal­le.

Hann segir að með því að þróa sitt eigið gra­nóla hafi þau viljað hafa á­hrif á það hvernig fólk upp­lifir „heilsu­sam­lega vöru“.

„Það á að vera náttúru­legt og partur af lífs­stílnum, og það ætti alls ekki að vera leiðin­legt,“ segir Cal­le og bætir við að þau vonist til þess að geta haft á­hrif á mat­væla­iðnaðinn með því að sýna fram á að hollur matur þurfi ekki að vera leiðin­legur.

„Þetta snýst ekki um að segja fólki að það þurfi að borða hollari mat, þetta snýst um að gefa þeim kost á að borða mat sem þeim langar í og á sama tíma taka á­byrgð á því sem fyrir­tæki að maturinn sé góður fyrir þau.“

Cal­le segir að gra­nólað sé í raun búið til á svipaðan hátt og annað gra­nóla. Það er hitað í ofni og er að mestu hafrar en svo sé bætt við fræjum, kryddum, berjum og á­vöxtum.

„Það sem skilur gra­nóla frá múslí er að gra­nóla þyrpist saman. Venju­lega er notaður sykur, döðlur eða hunang til að búa til þessa klasa en við notum náttúr­legar trefjar frá kaffi­fífla­rót sem gefur gra­nóla auka „kröns“,“ segir Cal­le.

Góðan daginn Ísland! 👋 Idag är en extra stolt dag för oss - Färsking finns nu på Island! Alla våra tre goda granolor går...

Posted by Färsking on Wednesday, 13 January 2021