Útgerðin Huginn og aðaleigendur Eskju, Þorsteinn Kristjánsson og Björk Aðalsteinsdóttir, eru á meðal hluthafa í fjárfestingafélaginu Streng í gegnum félagið M25 Holding. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins.

Strengur eignaðist fyrr í mánuðinum 50,1 prósenta hlut í Skeljungi. Aðrir eigendur Strengs eru félög á vegum fyrrnefndar Ingibjargar , Sigurðar Bollarsonar og eiginkonu hans, Nönnu Bjarkar Arngrímsdóttur og fasteginasalanna Þórarins A. Sævarssonar og Gunnars Sverris Harðarsonar. Hluthafar Strengs voru áður hluthafar í Skeljungi. Þeir gerðu með sér samkomulag um að leggja hluti sína í Streng.

Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður Ingibjargar Pálmadóttur, er stjórnarformaður Strengs og Skeljungs.

Fram kemur í frétt Viðskiptablaðsins að Hómi, félag í eigu Þorsteins og Bjarkar hafi lagt 485 milljónir króna í M25 Holding, Huginn 150 milljónir króna og Dida Holding sem er í eigu Kristínar Þorsteindóttur, fyrrverandi ritstjóra og útgefanda Fréttablaðsins og 365 miðla, 11,5 milljónir króna.

Ingibjörg átti lengi vel Fréttablaðið áður en hún seldi það fyrir við árs 2019. Jón Skaptason, sonur Kristínar, er framkvæmdastjóri Strengs.

Eigið fé Hólma var 12,8 milljarðar króna árið 2018, samkvæmt ársreikningi, sem er sá nýjasti sem skilað hefur verið til Skattsins. Stærsta eign félagsins er Eignarhaldsfélagið Eskja.

Í stjórn 365 situr Ingibjörg ásamt lögmönnunum Einari Þór Sverrissyni og Almari Þór Möller. Einar Þór er stjórnarformaður Hugins og Almar Þór er stjórnarformaður M25 Holding, samkvæmt tilkynningu til Skattsins sem Markaðurinn hefur undir höndum.

Fram kemur í tilkynningunni að 365 muni leggja inn hlutabréf sín í Skeljungi og Kaldalóni inn í M25 Holding. Markaðsvirði bréfanna í Skeljungi er nú 2,6 milljarðar og markaðsvirði hlutarins í Kaldalóni er nú 189 milljón króna virði.

Markaðsvirði Skeljungs er 19,4 milljarðar króna.