Myllusetur, útgáfufélag Viðskiptablaðsins, Fiskifrétta og Íslenska sjómannaalmanaksins, dróst saman í 1,9 milljónir króna árið 2018 úr 4,7 milljónum króna árið áður.

Hagnaður fyrir fjármagnslið, skatta og afskriftir (EBITDA) dróst saman um fimm prósent á milli ára og var 6,7 milljónir króna árið 2018.

Tekjur jukust um þrjú prósent á milli ára og voru 296 milljónir króna í fyrra.

Athygli vekur laun og launatengd gjöld lækkuðu á milli ára þrátt fyrir að meðalfjöldi starfa væri hinn sami eða 18. Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um sex prósent árið 2018. Launagreiðslur stóðu í stað á milli ára og námu 143 milljónum króna en launatengd gjöld lækkuðu úr 39,6 milljónum króna í 33,9 milljónir króna.

Eigið fé fyrirtækisins var 69 milljónir króna við árslok og eiginfjárhlutfallið var 34 prósent. Skammtímaskuldir við lánastofnanir jukust úr 4,5 milljónum króna í 8,9 milljónir króna.

Pétur Árni Jónsson, framkvæmdastjóri Heildar fasteignafélags, á 67 prósenta hlut í Myllusetri og Sveinn Biering fjárfestir á 33 prósenta hlut. Jón Sigurðsson, faðir Péturs Árna, er eini stjórnarmaður fyrirtækisins.