Innlent

Úrvalsvísitalan upp um 1,1 prósent

Hlutabréf í Arion banka og Festi hækkuðu um 2,2 prósent í dag en bréf í Icelandair Group féllu um 3,9 prósent.

Fréttablaðið/Ernir

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 1,1 prósent í viðskiptum dagsins á hlutabréfamarkaði og munaði þar mestu um 2,0 prósenta hækkun á hlutabréfum í Marel í hátt í 1,4 milljarða króna veltu.

Þá hækkuðu hlutabréf í Arion banka og Festi um 2,2 prósent í verði.

Tíu félög á aðallista Kauphallarinnar lækkuðu í verði í dag en mesta lækkunin var á hlutabréfum í Icelandair Group eða tæplega 3,9 prósent í 155 milljóna króna viðskiptum. Stóð gengi bréfanna í 7,21 krónu á hlut þegar markaðir lokuðu síðdegis í dag.

Þá féll hlutabréfaverð í TM um 3,6 prósent í viðskiptum dagsins en velta með bréfin námu 53 milljónum króna.

Mikil velta var á hlutabréfamarkaðinum eða alls um 3.416 milljónir króna. 

Fylgjast má með öllum nýjustu vendingum á hlutabréfamarkaði á vef Markaðarins, markadurinn.is.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Már: Ég bjóst síður við þessu

Innlent

Félag um vindmyllur í Þykkvabæ gjaldþrota

Innlent

Töluverð verðlækkun á fasteignamarkaði

Auglýsing

Nýjast

Hluta­bréf í Icelandair rjúka upp í verði

Afland­skrónurnar fara hægt út

Óbreyttir stýrivextir

Komnir í viðræður við fjárfesta og álrisa

Lægra verð­mat á Eim­skip endur­speglar ó­vissu

Með 6,4 prósenta hlut í Kviku banka

Auglýsing