Innlent

Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega

Arion banki lækkaði mest allra skráðra félaga í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Hlutabréf í Icelandair Group ruku upp um ríflega 2,1 prósent í verði.

Fréttablaðið/Anton Brink

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um ríflega 0,2 prósent í viðskiptum dagsins en heildarvelta á hlutabréfamarkaði var tæpar 800 milljónir króna.

Hlutabréf í Arion banka lækkuðu mest allra skráðra félaga í verði en þau féllu um 0,98 prósent í 243 milljóna króna viðskiptum. Stóð gengi bréfanna í 80,9 krónum við lokun markaða síðdegis í dag. Þá lækkaði hlutabréfaverð í Heimavöllum og Origo um 0,90 prósent.

Aðeins þrjú félög hækkuðu í verði í viðskiptum dagsins. Hlutabréf í olíufélögunum N1 og Skeljungi hækkuðu lítillega í verði en bréf í Icelandair Group ruku upp um meira en 2,1 prósent í 68 milljóna króna viðskiptum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Skotsilfur: Línur að skýrast

Innlent

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Innlent

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Auglýsing

Nýjast

Laun myndu hækka um allt að 85 prósent

Dró upp „hryggðar­mynd“ og vísaði í Game of Thrones

Nova hefur prófanir á 5G-tækni

​Aug­lýsa eftir arf­taka Más í Seðla­bankanum

Formaður VR í kaffi með sósíalistum

Arnarlax tapaði 405 milljónum

Auglýsing