Innlent

Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega

Arion banki lækkaði mest allra skráðra félaga í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Hlutabréf í Icelandair Group ruku upp um ríflega 2,1 prósent í verði.

Fréttablaðið/Anton Brink

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um ríflega 0,2 prósent í viðskiptum dagsins en heildarvelta á hlutabréfamarkaði var tæpar 800 milljónir króna.

Hlutabréf í Arion banka lækkuðu mest allra skráðra félaga í verði en þau féllu um 0,98 prósent í 243 milljóna króna viðskiptum. Stóð gengi bréfanna í 80,9 krónum við lokun markaða síðdegis í dag. Þá lækkaði hlutabréfaverð í Heimavöllum og Origo um 0,90 prósent.

Aðeins þrjú félög hækkuðu í verði í viðskiptum dagsins. Hlutabréf í olíufélögunum N1 og Skeljungi hækkuðu lítillega í verði en bréf í Icelandair Group ruku upp um meira en 2,1 prósent í 68 milljóna króna viðskiptum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hækkun snerist í lækkun eftir fréttir af WOW

Innlent

Tvö framboð til stjórnar VÍS dregin til baka

Innlent

At­lants­olía vildi kaupa elds­neytis­stöðvar af N1

Auglýsing

Nýjast

Fjárfesting Indigo í WOW nemi allt að 9,4 milljörðum

Baldvin kaupir fyrir tugi milljóna í Eimskip

Icelandair hækkar verulega í fyrstu viðskiptum

Ferðamönnum mun að öllum líkindum fækka

Aurum Holding-málið ekki fyrir Hæstarétt

Mikil viðskipti með bréf Reita

Auglýsing