Innlent

Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega

Arion banki lækkaði mest allra skráðra félaga í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Hlutabréf í Icelandair Group ruku upp um ríflega 2,1 prósent í verði.

Fréttablaðið/Anton Brink

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um ríflega 0,2 prósent í viðskiptum dagsins en heildarvelta á hlutabréfamarkaði var tæpar 800 milljónir króna.

Hlutabréf í Arion banka lækkuðu mest allra skráðra félaga í verði en þau féllu um 0,98 prósent í 243 milljóna króna viðskiptum. Stóð gengi bréfanna í 80,9 krónum við lokun markaða síðdegis í dag. Þá lækkaði hlutabréfaverð í Heimavöllum og Origo um 0,90 prósent.

Aðeins þrjú félög hækkuðu í verði í viðskiptum dagsins. Hlutabréf í olíufélögunum N1 og Skeljungi hækkuðu lítillega í verði en bréf í Icelandair Group ruku upp um meira en 2,1 prósent í 68 milljóna króna viðskiptum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

IFS spáir tekjuvexti hjá Símanum

Innlent

Ný byggð rís yst á Kársnesi

Fjarskipti

Sím­­inn fagn­­ar nið­ur­stöð­u Hæst­a­rétt­ar í máli gegn Sýn

Auglýsing

Nýjast

Að geta talað allan daginn hentar vel

Hjá Höllu opnar í flugstöðinni

Skotsilfur: Engin hagræðing

Einn kröfu­hafanna reyndist norður­kóreskur

Gengisstyrking og hækkanir í Kauphöllinni

48 fyrir­tæki og stofnanir í Fjár­tæknikla­sanum

Auglýsing