Úrvalsvísitalan hafði lækkaði um 3,3 prósent þegar markaðurinn lokaði í dag. Verðþróun dagsins í Kauphöllinni er í takti við verðlækkanir á erlendum mörkuðum.

Fasteignafélagið Reitir lækkaði um 4,94 prósent en félagið birti í dag afkomuviðvörun.

„Breyttar horfur skýrast annars vegar af áhrifum af fækkun ferðamanna en hins vegar af þyngri rekstrarhorfum í mörgum atvinnugreinum, sem líklegar eru til að hafa neikvæð áhrif á útleigu atvinnuhúsnæðis og innheimtu viðskiptakrafna,“ segir í tilkynningu Reita.

Icelandair lækkaði um 4,76 prósent og Reginn um 4,65 prósent. Reginn birt í dag uppgjör fyrir annan ársfjórðung þar sem fram kom að hagnaður eftir tekjuskatt hefði numið 2.117 milljónum króna sem er um 42 prósenta hækkun frá fyrra ári.

Þá lækkuðu Heimavellir um 4,03 prósent og Eik fasteignafélag um 3,61 prósent. Öll félög lækkuðu í verði nema Sýn sem stóð í stað.