Innlent

Úrvalsvísitalan hækkar um þrjú prósent

Hlutabréf í Festi og Skeljungi ruku upp í verði í Kauphöllinni í morgun.

Fréttablaðið/Anton Brink

Líflegt hefur verið um að lítast á hérlendum hlutabréfamarkaði það sem af er degi og hafði úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkað um ríflega þrjú prósent klukkan ellefu í dag.

Hlutabréf allra félaga á aðallista Kauphallarinnar, að undanskildum Heimavöllum og TM, hækkuðu í verði í fyrstu viðskiptum dagsins og er hækkunin sú mesta í tilfelli hlutabréfa í Festi sem hafa rokið upp um tæp 4,6 prósent í verði. Nemur velta með bréfin um 265 milljónum króna.

Þá hefur Skeljungur hækkað um 3,8 prósent, Marel um 3,3 prósent og Reitir, Eik og Síminn um 2,6 prósent, svo fáein dæmi séu tekin.

Mesta veltan hefur verið með hlutabréf í Marel eða alls um 280 milljónir króna.

Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð það sem af er degi og nemur veikingin sem dæmi um 0,5 prósentum gagnvart Bandaríkjadal og 0,6 prósentum gagnvart evrunni.

Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum á fjármálamörkuðum á markadurinn.is.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ferða­mönnum mun fækka við kaup Icelandair

Innlent

Gæti leitt til allt að 2,7 prósenta sam­dráttar

Innlent

Bréf í Icelandair hækkuðu um 5,8 prósent

Auglýsing

Nýjast

Skotsilfur: Nóg að gera

Yrði jákvætt fyrir keppinauta WOW air

Fé­lags­bú­staðir gefa út sam­fé­lags­skulda­bréf

Sumir telji að Icelandair sitji eitt að markaðnum

Krist­rún Tinna ráðin til Ís­lands­banka

Við­ræðurnar loka­til­raun til að bjarga WOW

Auglýsing