Innlent

Úrvalsvísitalan hækkar um þrjú prósent

Hlutabréf í Festi og Skeljungi ruku upp í verði í Kauphöllinni í morgun.

Fréttablaðið/Anton Brink

Líflegt hefur verið um að lítast á hérlendum hlutabréfamarkaði það sem af er degi og hafði úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkað um ríflega þrjú prósent klukkan ellefu í dag.

Hlutabréf allra félaga á aðallista Kauphallarinnar, að undanskildum Heimavöllum og TM, hækkuðu í verði í fyrstu viðskiptum dagsins og er hækkunin sú mesta í tilfelli hlutabréfa í Festi sem hafa rokið upp um tæp 4,6 prósent í verði. Nemur velta með bréfin um 265 milljónum króna.

Þá hefur Skeljungur hækkað um 3,8 prósent, Marel um 3,3 prósent og Reitir, Eik og Síminn um 2,6 prósent, svo fáein dæmi séu tekin.

Mesta veltan hefur verið með hlutabréf í Marel eða alls um 280 milljónir króna.

Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð það sem af er degi og nemur veikingin sem dæmi um 0,5 prósentum gagnvart Bandaríkjadal og 0,6 prósentum gagnvart evrunni.

Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum á fjármálamörkuðum á markadurinn.is.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Samsett hlutfall VÍS endaði í 98,5 prósentum

Innlent

Guide to Iceland stefnir inn á gistimarkaðinn

Innlent

Ásta Þöll og Elísabet til liðs við Advania

Auglýsing

Nýjast

Hagvöxtur í Kína í áratugalágmarki

Þóranna ráðin markaðsstjóri SVÞ

Í samstarf við risa?

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing