Innlent

Ursus hagnaðist um 227 milljónir króna

Hagnaður fjárfestingafélags Heiðars Guðjónssonar á síðasta ári var á svipuðu róli og árið 2016.

Heiðar Guðjónsson fjárfestir. Gunnar V. Andrésson / GVA

Ursus ehf., fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, hagnaðist um 227 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 249 milljónir árið 2016.

Hlutabréfaeign félagsins nemur alls 1.881 milljónum króna samanborið við 1.611 milljónir árið 2016 og er stærsta eignin hlutur í Sýn sem er bókfærður á tæpa 1,2 milljarða króna.

Nýlega greindi Fréttablaðið frá því að Heiðar, sem er stjórnarformaður Sýnar, hefði stækkað hlut sinn í Sýn gegnum Ursus fyrir rúmar 90 milljónir. Eftir viðskiptin á Ursus tæplega 7,4 prósent af útgefnu hlutafé Sýnar.

Þá eru hlutabréf í P190, móðurfélagi Ásbrúar sem selur íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi, bókfærð á 400 milljónir, og bréf í HSV eignarhaldsfélagi, sem heldur utan um hlut í HS Veitum, bókfærð á 277 milljónir.

Eigið fé félagsins nam í árslok 808 milljónum króna. Stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á árinu 2018.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Valka reisir 1,3 milljarða vinnslu í Rússlandi

Innlent

Hlutafé Þingvangs aukið með sameiningu félaga

Innlent

Meta virði Marels 40 prósentum yfir markaðsgengi

Auglýsing

Nýjast

Citi ráðgjafi við sölu á Valitor

Andri Már í skot­línu endur­skoðenda

Þýskur banki í hóp stærstu hlut­hafa Arion banka

Ís­lands­banki hafnaði sátta­til­boði Gamla Byrs

Nýr vefur fyrir viðskiptalífið og stærri Markaður

Skulda­bréfa­eig­endur WOW fá 20 prósenta aukagreiðslu

Auglýsing