Lands­réttur stað­festi þann 18. nóvember dóm Héraðs­dóms Reykja­víkur að smá­lána­fyrir­tækið eCommerce hafi í rétti til þess að vitna til danskra laga í láns­samningum sínum, enda væri það danskt fé­lag. Í dönskum lögum eru engin lög um há­marks lán­töku­kostnað, ó­líkt því í þeim ís­lensku.

Að­draganda málsins má rekja til þess að árið 2019 komst Neyt­enda­stofa að þeirri niður­stöðu að lán danska fé­lagsins eCommerce væru ó­lög­leg þar sem láns­samningar vísuðu til þess að dönsk lög ættu að gilda um lána­starf­semina.

Neyt­enda­stofa var dæmd til þess að greiða eCommerce sam­tals tvær milljónir í máls­kostnað fyrir héraðs­dómi og Lands­rétti.

eCommerce hefur rekið fyrir­tækin Hrað­peningar, Kredia, Múla og fleiri vöru­merki.

Neytendastofa taldi íslensk lög gilda

Neyt­enda­stofa taldi að ís­lensk lög ættu að gilda um starf­semina en þar eru á­kvæði um há­marks lán­töku­kostnað, á­kvæði sem eru ekki í dönskum lögum.

eCommerce kærði niður­stöðu Neyt­enda­stofu til á­frýjunar­nefndar neyt­enda­mála, sem stað­festi fyrri niður­stöðu. Fé­lagið á­kvað því að bera úr­skurðinn undir dóm­stóla sem hafa nú dæmt fé­laginu í vil og fellt úr­skurð Neyt­enda­stofu úr gildi. Endan­legur dómur sé þess efnis að lánin voru lög­mæt.

„Það sem við vissum allan tímann og full­yrtum var rétt. Smá­lán veitt af dönsku fyrir­tæki heyrðu undir dönsk lög og voru lög­leg allan tímann á Ís­landi eins og annars staðar í Evrópu,“ segir Haukur Örn Birgis­son hæsta­réttar­lög­maður sem flutti málið fyrir hönd eCommerce, í frétta­til­kynningu.

Haukur Örn Birgis­son hæsta­réttar­lög­maður flutti mál eCommerce fyrir Landsrétti.
Mynd/Aðsend

Félagið neyddist til að hætta rekstri

Í til­kynningunni segir að mikið tjón hafi hlotist af því að fé­lagið hafi þurft að una niður­stöðu Neyt­enda­stofu og breyta við­skipta­módeli sínu.

„Á­kvarðanir Neyt­enda­stofu eru stjórn­valds­á­kvarðanir þar sem hægt er að sekta ef ekki er farið eftir á­kvörðunum. Öll úti­standandi lán voru því endur­reiknuð og lækkuð til að koma í veg fyrir sektir á­samt því að ný lán voru með lægri kostnaði en fyrir,“ segir í til­kynningunni.

Þar segir einnig að Neyt­enda­sam­tökin, VR og hinir ýmsu stjórn­mála­menn hafi beitt sér fyrir því að sam­starfs­aðilar þessara fyrir­tækja myndu hætta sam­starfi, enda væri starf­semin ó­lög­leg að þeirra mati.

Að lokum neyddist fé­lagið til þess að hætta rekstri og lána­safnið var selt til inn­heimtu­fyrir­tækis.

„Það sem þetta mál hefur haft í för með sér er að rekstur fyrir­tækis sem stundaði lög­leg við­skipti lagðist af og lög­legt kröfu­safnið var selt til inn­heimtu­fyrir­tækis. Ýmsir aðilar fóru fram úr sér í um­ræðunni og nú liggur fyrir að ekki var inni­stæða fyrir yfir­lýsingum þeirra,“ segir Haukur.

„Þarna hefur því orðið mikið tjón fyrir aðila sem var hafður að rangri sök. Næstu skref hljóta að felast í því að sækja bætur fyrir tjón sem hefur hlotist, á hendur þeim aðilum sem bera á­byrgð á tjóninu,“ bætir hann við.

Dómsúrskurð Landsréttar má lesa hér.