Upp­selt er á Októ­ber­fest SHÍ sem hefst í kvöld segir Guð­ný Ljós­brá Hreins­dóttir, sam­skipta­full­trúi SHÍ, í sam­tali við Frétta­blaðið. Þetta er í fyrsta skipti sem selst hefur upp frá því að há­tíðin hefur verið haldin af þessari stærðar­gráðu en á­kveðið var fyrir í kringum fimm árum að há­tíðin myndi snúast meira um tón­list.

Búist við í kringum 3.500 manns

Ekki liggur fyrir hversu margir miðar hafa selst en Guð­ný á­ætlar að í kringum 3.500 manns muni mæta á há­tíðina um helgina.

Undir­búningur hefur gengið mjög vel og mikil spenna er meðal há­skóla­nema. „Þetta verður stærsta og flottasta há­tíðin á þessum sau­tján árum sem há­tíðin hefur verið haldin og það vill klár­lega enginn missa af þessu,“ segir Guð­ný.

Bubbi Morthens skemmtir tónleikagestum í kvöld
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Bubbi, Frið­rik Dór og Skíta­mórall meðal at­riða í kvöld

Svæðið opnar klukkan 19:00 og fyrsta tón­listar­at­riðið stígur á stokk klukkan 19:30. Stærsta at­riðið, að sögn Guð­nýjar, mætir síðan klukkan 20:30 þar sem Bubbi Morthens skemmtir tón­leika­gestum. Frið­rik Dór, Spri­te Zero Klan og Skíta­mórall spila einnig í kvöld og er því öruggt að mikið stuð verði á svæðinu.

Há­tíðin kynnir einnig til leiks mat­höll og svo­kallaðan edrúbar, þar sem fólk getur fengið sér ó­á­fenga drykki, en þetta eru nýjungar í ár.

Rigning er í kortunum fyrir helgina og hvetur Guð­ný tón­leika­gesti til þess að klæða sig sam­kvæmt veðri. „Það er náttúru­lega ekki til neitt vont veður, heldur er bara til vondur klæðnaður,“ segir Guð­ný en tekur það á sama tíma fram að meiri­hluti há­tíðarinnar fari fram í tjöldum og því geti fólk alltaf leitað skjóls þar.