Unnur hóf feril sinn í hönnun og þróun stoðtækja hjá Össuri og færði sig síðan yfir til hugbúnaðarfyrirtækisins Tempo, þar sem hún starfaði í tæp sex ár. Hjá Tempo leiddi Unnur teymi á sviði notendaupplifunar, ásamt því að taka þátt í vörustjórnun, vöruhönnun og stefnumótun.

Unnur er með M.Sc. í iðnhönnun frá Álaborgarháskóla í Danmörku. Hún er gift Kristóferi Gunnlaugssyni, hagfræðingi hjá Seðlabankanum, og eiga þau fjögur börn.

Unnur Ösp: „Það eru áhugaverðir tímar í ferðatæknibransanum og ég er gríðarlega spennt fyrir því að koma inn í kraftmikið teymi hjá Kaptio. Ég vonast til að geta nýtt mína reynslu til þess að móta skapandi vöruteymi sem byggir þróun á sterkri vörustefnu, þörfum viðskiptavina og framúrskarandi notendaupplifun.“

Viðar Svansson, framkvæmdastjóri Kaptio: „Við erum að byggja upp öflugt vöruteymi til að móta framtíðarvöruframboð Kaptio og því erum við afar ánægð með að fá Unni til Kaptio enda kemur hún með mikla reynslu við að leiða teymi í vöruhönnun og stefnumótun til að hanna og þróa bestu mögulegu lausnirnar fyrir viðskiptavini okkar. Notendaupplifun er lykill að farsælli stafrænni umbreytingu hjá okkar viðskiptavinum þar sem sífellt er leitast eftir að fækka handtökum og bjóða meira upp á sjálfsafgreiðslu og þjónustu yfir netið.“