Sam­tök iðnaðarins, Fé­lag vinnu­véla­eig­enda, Tækni­skólinn og mennta- og menningar­mála­ráðu­neytið hafa tekið höndum saman um að koma á lag­girnar nýju námi í jarð­vinnu í fyrsta sinn hér á landi. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Sam­tökum iðnaðarins.

Sam­komu­lag þess efnis var undir­ritað í gær í mennta- og menningar­mála­ráðu­neytinu. Mark­miðið með sam­komu­laginu er að koma á form­legu jarð­vinnu­námi á fram­halds­skóla­stigi sem undir­býr nem­endur undir marg­vís­leg störf við jarð­vinnu og getur jafn­framt verið grunnur frekara náms. Fram­fara­sjóður Sam­taka iðnaðarins hefur styrkt verk­efnið um 5 milljónir króna.

Fram kemur í til­kynningunni að jarð­vinnu­verk­takar fái eins og stendur ekki nægi­legt hæft fólk til starfa og skortur á ný­liðun í faginu er mikið á­hyggju­efni.

Til­gangur námsins sé að breyta því, stuðla að ný­liðun og auka færni og þekkingu þeirra sem vinna eða munu vinna við jarð­vinnu, meðal annars með til­liti til öryggis, gæða, skil­virkni og tækni­nýjunga. Þannig verði faginu gert hærra undir höfði til sam­ræmis við það sem þekkist er­lendis.

„Það eru gömul sannindi og ný, að á bjargi byggir hygginn maður hús. Jarð­vinna leggur í raun grunninn að öllum mann­virkjum – húsum og hí­býlum, vegum og brúm – og þá vinnu þarf aug­ljós­lega að vanda. Það er löngu tíma­bært að bjóða nám af þessu tagi, svara kalli at­vinnu­lífsins og þeim sem hafa á­huga á að læra fagið. Það eru á­nægju­leg tíma­mót,“ er haft eftir Lilju Al­freðs­dóttur, mennta-og menningar­ráð­herra í til­kynningunni.