Masterclass Startup SuperNova fer fram 23.-25. júní í Grósku og er opinn öllum sprotafyrirtækjum. Markmið masterclassans er að undirbúa sprotafyrirtæki til að gera 18 mánaða aðgerðaplan sem þau geta svo skilað inn og munu tíu bestu sprotafyrirtækin halda áfram í 5 vikna hraðal sem hefst eftir verslunarmannahelgi.

Hægt er að skrá sig til miðnættis í dag, 22. júní. Masterclassinn fer fram í hátíðasal Grósku og er dagskráin pökkuð af reynslumiklum frumkvöðlum, stjórnendum og sérfræðingum úr viðskiptalífinu sem allir gefa sína vinnu til að stuðla að aukinni grósku í íslensku frumkvöðlastarfi.

Þar má nefna Magnús Scheving frumkvöðul, Helgu Árnadóttur frá Tulipop, Magnús Árnason hjá Nova, Kristján Schram hjá Íslensku auglýsingastofunni, Mariam Laperashvili, markaðsstjóra Stöðvar 2 og Vodafone, Siggu Heimis hjá Tækniþróunarsjóði Rannís og Margréti Ormslev hjá Brunni Ventures.