Sigríður Vala Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatæknisviðs hjá Sjóvá, segir að ástæða fyrir góðu gengi hjá Sjóvá á síðasta ári sé að afkoman í fjárfestingarstarfseminni hafi verið umtalsvert betur en væntingar þeirra höfðu gert ráð fyrir. Sigríður Vala er gestur í sjónvarpsþættinum Markaðurinn sem sýndur verður klukkan 19:00 á Hringbraut í kvöld.

„Við erum búin að birta helstu útlínur fyrir árið 2021 og samkvæmt því hefur okkur gengið afar vel,“ segir Sigríður og bætir við að auk góðs gengis í fjárfestingarstarfseminni hafi vátryggingarstarfsemin gengið afar vel."

Nýverið tilkynnti Sjóvá að félagið myndi hækka afkomuspá sína fyrir 2021 um 300 milljónir króna. Að sögn Sigríðar skýrist það fyrst og fremst af kröftugum iðgjaldavexti undanfarin misseri.

„Það sem skýrir þetta einnig er að tjónin hafa ekki verið að fylgja í sama takti. Það er a segja að vöxturinn hefur verið heilbrigður. Á fjórða ársfjórðungi vorum við að sjá hagfelldari tjónaþróun heldur en við höfðum gert ráð fyrir í okkar áætlun. Það helgast af því að það voru færri stærri tjón sem féllu til á ímabilinu og hefur það því jákvæð áhrif á alkomuna.“