Innlent

Fær 14,5 milljónir í laun frá ráðuneytinu

Michael Ridley hóf nýlega störf fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Starf hans felst fyrst og fremst í ráðgjöf um endurskipulagningu fjármálakerfisins. Vinnan nemur einungis rúmum einum og hálfum mánuði en umsamin laun eru allt að 14.5 milljónir.

Ridley mun fá allt að fjórtán og hálfa milljón fyrir eins og hálfs mánaða vinnu hér á landi. Fréttablaðið/Anton Brink

Fjármála- og efnahagsráðuneytið samdi nýverið við Michael Ridley um tímabundna vinnu fyrir stjórnvöld hér á landi. Ridley er fyrrum yfirmaður fjárfestingarbankastarfsemi hjá JP Morgan fjáfestingabankanum í Bretlandi. Eins starfaði Ridley sem sérstakur ráðgjafi Seðlabankans um málefni sem vörðuðu fjármálakerfið árið 2008

Ridley var einn starfsmanna fjárfestingarbankans JP Morgan sem komu til Íslands í október 2008 að ósk Seðlabankans í aðdraganda neyðarlaganna sem sett voru á hér á landi. 

Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins mun Ridley í þetta skiptið sinna ráðgjöf sem tengist endurskipulagningu fjármálakerfisins, efndum stöðuleikasamkomulaga og eftir atvikum öðrum tilfallandi verkefnum. Ridley hefur nú þegar hafið störf hjá ráðuneytinu en hann vinnur samkvæmt tíma og daggjaldi. Þá er umsamið að heildarþóknun Ridleys fari ekki umfram 105.000 pund, eða því sem nemur rúmlega 14.5 milljónum króna, að viðbættum útlögðum kostnaði vegna ferða. Samningur um vinnu gildir til 15. maí næst komandi. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Landsbankinn sýknaður af kröfum KSÍ

Innlent

TripAdvisor kaupir Bókun ehf.

Hvalveiðar

Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan

Auglýsing

Nýjast

Markaðurinn

„Yrsa er einn besti höfundur í heimi“

Erlent

Wells Far­go gert að greiða milljarðs dala sekt

Viðskipti

Milljarða yfirtaka þvert á vilja stærsta hluthafans

Ferðaþjónusta

Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti

Markaðurinn

Selja allt sitt í HB Granda fyrir 21,7 milljarða

Innlent

Landsliðsþjálfari og 66°Norður verðlaunuð

Auglýsing