Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, skrifaði grein í vetrarhefti Þjóðmála.

Færði hann rök fyrir því að verkfall átta verkalýðsfélaga þann 2. janúar 1941 hefði verið upphaf Höfrungahlaupsins svokallaða. Það væri einstakt meðal vestrænna landa og ein megin ástæða fyrir þeirri verðbólgu og óstöðugleika sem hefur einkennt lýðveldistímann. 

„Raunar gengur engin peningastefna upp á Íslandi svo lengi sem ofangreind stéttaólga leiðir til nafnlaunahækkana á sama hraða og verið hefur undanfarin ár og áratugi,“ skrifaði Ásgeir.

Ummæli vikunnar birtust í síðasta tölublaði Markaðarins.