Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri Reiknistofu bankanna segir öll gögn örugg hjá þeim og telur ólíklegt að mistökin sem áttu sér stað þegar gögn indó voru send Kviku í síðustu viku endurtaki sig.
Hún segir að starfsmenn RB hafi verið að vinna að sérstæki verkefni fyrir Kviku þegar mistök áttu sér stað.
„Ég myndi segja að gögnin séu mjög örugg og að þetta sé ekki að fara að gerast aftur. Þetta voru mannleg mistök og ég myndi segja að almenn umsýslugögn séu mjög örugg hjá okkur,“ segir Ragnheiður og að um algera undantekningu sé að ræða.
„Við vorum að vinna verkefni fyrir Kviku og þetta er ekkert endilega tengt daglegum rekstri,“ segir Ragnheiður.
Hún segir að það sé eðlilegt að ýmis konar atvik komist upp og að það sé alltaf brugðist við með því að greina það.
„Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt og hörmum þetta mjög.“