Borið saman við 176.700 gisti­nætur í ágúst 2020 má ætla að orðið hafi um það bil 134 prósent aukning í fjölda gisti­n­átta í ágúst á milli ára. Frá þessu er greint á vef Hag­stofunnar.

Þar segir að ætla megi að að gisti­nætur út­lendinga hafi fjór­faldast en gistinóttum Ís­lendinga hafi fækkað um 29 prósent. Þar kemur einnig fram að gisti­nætur á hótelum í ágúst 2019 voru 522.900, þar af voru gisti­nætur út­lendinga 484.800.

Sam­kvæmt sömu á­ætlun var rúma­nýting í ágúst 2021 um 63,6 prósent saman­borið við 31,0 prósent í sama mánuði í fyrra.

Bráða­birgða­tölur fyrir júlí 2021 gerðu ráð fyrir að gisti­nætur hefðu verið um 364.100. Þegar búið var að vinna úr öllum tölum fyrir júlí reyndist endan­legur fjöldi hótel­gisti­n­átta vera 378.000.

Miklar breytingar eiga sér nú stað á fram­boði á hótel­rýmum og eykur það mjög ó­vissu í bráða­birgða­mati á fjölda gisti­n­átta. Því er rétt að taka þessum á­ætluðu bráða­birgða­tölum um fjölda gisti­n­átta á hótelum í ágúst með sér­stökum fyrir­vara þar til endan­legar tölur verða birtar í lok septem­ber.