Líkt og undan­farna mánuði endur­speglast far­þega­tölur Icelandair Group í mars af stöðu CO­VID-19 far­aldursins á mörkuðum fé­lagsins og þeim ferða­tak­mörkunum sem eru í gildi á landa­mærum. Frakt­flutningar jukust á milli ára í mars. Þetta kemur fram í mánaðar­legum flutninga­tölum fyrir mars­mánuð sem Icelandair Group birti í Kaup­höll í dag.

Heildar­fjöldi far­þega í milli­landa­flugi hjá Icelandair var um 7.800 í mars og dróst saman um 94% á milli ára. Fjöldi far­þega til Ís­lands var um 4.300 og fjöldi far­þega frá Ís­landi um 3.300. Heildar sæta­fram­boð í milli­landa­flugi dróst saman um 89% á milli ára. Sæta­nýting fé­lagsins var 27,7% í mars­mánuði saman­borið við 61,9% í mars á síðasta ári. Undan­farna mánuði hefur fé­lagið nýtt Boeing 767 vélar á á­kveðnum leiðum í stað Boeing 757 véla í þeim til­gangi að auka frakt­rými um borð sem leiðir til lakari sæta­nýtingar.

Fjöldi far­þega Icelandair í innan­land­flugi var um 16.000 í mars og fjölgaði far­þegum um 52% á milli ára. Fram­boð í innan­lands­flugi jókst um 36% á milli ára. Rétt er að geta þess að far­þegar í flugi til og frá Græn­landi teljast nú með far­þegum í milli­landa­flugi eftir að sam­þættingu Icelandair og Air Iceland Connect lauk um miðjan mars. Tölum fyrir síðasta ár hefur verið breytt til sam­ræmis.

Seldir blokk­tímar í leigu­flug­starf­semi fé­lagsins drógust saman um 30% á milli ára í mars. Aftur á móti jókst flutninga­starf­semi fé­lagsins um 36% á milli ára í mars­mánuði og hefur nú aukist um 12% á milli ára það sem af er ári.