Markaðurinn

Um 40 missa vinnuna hjá Bílanausti

Í kringum 40 starfsmenn Bílanaust missa vinnuna vegna rekstrarstöðvunar hjá varahlutakeðjunni og þeir fá að öllum líkindum ekki greidd laun næstu mánaðamót.

Þetta staðfestir Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs hjá VR, í samtali við Fréttablaðið en í morgun var greint var greint frá því að verslunum Bílanausts hefði verið lokað og starfsmenn sendir heim. „Þetta eru í kringum 40 starfmenn, þar af 35 hjá VR,“ segir hún.

Sjá einnig: Verslanir Bílanausts lokaðar

Bryndís segir að Bílanaust hafi boðið VR að fá að vera með á starfsmannafundinum í morgun. Þannig hafi VR getað upplýst starfsmenn um næstu skref.

„Ég fagna því þegar fyrirtæki leyfa okkur að sitja fundina. Það var eins vel að þessu staðið og mögulega hægt er,“ segir Bryndís.

Sjá einnig: Vafi leikur á rekstrarhæfi Bílanausts

Þá er ólíklegt að starfsmenn fái launagreiðslu næstu mánaðamót.

„Við gerum kröfu um uppsagnarfrest og þá fer málið í ákveðið ferli. Starfsmenn geta framselt kröfuna til Vinnumálastofnunar sem ábyrgðarsjóð launa kemur til með að greiða þannig að fólk fær launagreiðslu þarnæstu mánaðamót. En það er ekki hægt að framselja kröfu fyrir janúarmánuð vegna þess að hann er ekki hluti af uppsagnarfresti.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Í samstarf við risa?

Innlent

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Viðskipti

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Auglýsing

Nýjast

Falla frá kaupréttum í WOW air

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Eim­skip breytir skipu­lagi og lækkar for­stjóra­launin

Varaformaðurinn kaupir fyrir fimm milljónir í Högum

Segir hörð átök skaða orðspor og afkomu

Auglýsing