Erlent

Fær grænt ljós frá kínverskum yfirvöldum

UBS hyggst efla starfsemi sína í Kína. NordicPhotos/Getty Images

Svissneski bankinn UBS hefur fengið leyfi frá kínverskum stjórnvöldum til þess að eignast 51 prósents hlut í verðbréfafyrirtækinu UBS Securities í Peking. Bankinn verður þar með fyrsti erlendi bankinn til þess að eignast meira en helmingshlut í kínversku verðbréfafyrirtæki.

Bankinn fer nú með 24,99 prósenta hlut í umræddu fyrirtæki en aðrir hluthafar eru kínverskir. Öðlast þarf samþykki frá kínverska verðbréfaeftirlitinu til þess að eignast meira en helmingshlut í þarlendu fjármálafyrirtæki.

Erlendir bankar og aðrar fjármálastofnanir hafa um langt skeið leitast við að styrkja stöðu sína á kínverskum fjármálamarkaði en mætt nokkurri mótstöðu af hálfu stjórnvalda í Kína. Breytingar hafa hins vegar orðið á því undanfarna mánuði, eftir því sem fram kemur í frétt Financial Times. Hafa kínversk yfirvöld heitið því að auka aðgang erlendra banka að kínverskum markaði gegn því að kínverskir bankar fái að fjárfesta í auknum mæli á erlendri grundu

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Laxeldi

Hús­leitir hjá eig­anda Arnar­lax

Erlent

Sviss­neski bankinn UBS fær 500 milljarða sekt

Erlent

Banna skortsölu með bréf í Wirecard

Auglýsing

Nýjast

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Auglýsing