Erlent

Fær grænt ljós frá kínverskum yfirvöldum

UBS hyggst efla starfsemi sína í Kína. NordicPhotos/Getty Images

Svissneski bankinn UBS hefur fengið leyfi frá kínverskum stjórnvöldum til þess að eignast 51 prósents hlut í verðbréfafyrirtækinu UBS Securities í Peking. Bankinn verður þar með fyrsti erlendi bankinn til þess að eignast meira en helmingshlut í kínversku verðbréfafyrirtæki.

Bankinn fer nú með 24,99 prósenta hlut í umræddu fyrirtæki en aðrir hluthafar eru kínverskir. Öðlast þarf samþykki frá kínverska verðbréfaeftirlitinu til þess að eignast meira en helmingshlut í þarlendu fjármálafyrirtæki.

Erlendir bankar og aðrar fjármálastofnanir hafa um langt skeið leitast við að styrkja stöðu sína á kínverskum fjármálamarkaði en mætt nokkurri mótstöðu af hálfu stjórnvalda í Kína. Breytingar hafa hins vegar orðið á því undanfarna mánuði, eftir því sem fram kemur í frétt Financial Times. Hafa kínversk yfirvöld heitið því að auka aðgang erlendra banka að kínverskum markaði gegn því að kínverskir bankar fái að fjárfesta í auknum mæli á erlendri grundu

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Thomas Cook stendur höllum fæti

Erlent

Spá verð­falli á verslunar­hús­næði

Erlent

Sjö ára með milljarðatekjur af Youtu­be

Auglýsing

Nýjast

Ríkis­sjóður fær A í láns­hæfis­ein­kunn

Gengisfall ef Seðlabankinn grípur ekki inn í

Marel lýkur 19,5 milljarða fjármögnun

Icewear lífgar Don Cano við í verslunum sínum

Skotsilfur: Hreiðar úr stjórn Eyris Invest

Geti losað afland­skrónu­eignir að fullu

Auglýsing