Erlent

Tyrkneska líran í frjálsu falli

Tyrkneska líran hríðféll í verði eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði hærri tolla á innflutt ál og stál frá landinu.

Gengi lírunnar hefur fallið um meira en 40 prósent gagnvart Bandaríkjadalnum það sem af er árinu. EPA-EFE

Gengi tyrknesku lírunnar hríðféll um meira en 16 prósent gagnvart Bandaríkjadal eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði að hækka tolla á innflutt ál og stál frá Tyrklandi. Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á samfélagsmiðlinum Twitter fyrr í dag að tollar Bandaríkjastjórnar á ál yrðu 20 prósent og 50 prósent á stál. „Samband okkar við Tyrkland er ekki gott um þessar mundir,“ bætti Trump við.

Tyrkir seldu 1,5 milljónir tonna af stáli til Bandaríkjanna í fyrra en Bandaríkjamarkaður er stærsti útflutningsmarkaður landsins.

Gengi lírunnar hefur lækkað um 43 prósent gagnvart gengi Bandaríkjadalsins það sem af er árinu. Gengislækkunin í dag smitaðist yfir á tyrkneska skulda- og hlutabréfamarkaði en sem dæmi rauk ávöxtunarkrafa á tíu ára ríkisskuldabréf upp um 20,8 prósent og BIST 100 hlutabréfavísitalan lækkaði um 4,8 prósent. Hlutabréfaverð í tyrkneskum bönkum lækkaði að meðaltali um 8 prósent.

Recep Tayip Erdogan, forseti Tyrklands. Nordicphotos/AFP

„Við munum ekki tapa viðskiptastríðinu,“ sagði Recep Tayip Erdogan, forseti Tyrkland, í ræðu fyrr í dag. „Ef einhver á dali, evrur eða gull undir koddanum ætti sá hinn sami að skipta því í lírur í næsta banka,“ bætti hann við.

Greinendur segja augljóst að Erdogan hafi mistekist ætlunarverk sitt, að róa fjárfesta. Jane Foley, greinandi hjá Rabobank, segir í samtali við Financial Times að „ögrandi“ ummæli Tyrklandsforseta hafi dregið úr væntingum markaðarins um að tyrknesk stjórnvöld auki aðhald peningastefnu sinnar og grípi til efnahagsumbóta.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Musk fær ráðgjafa við afskráninguna

Erlent

Gengisfall gerir bankana berskjaldaða

Erlent

Forstjóri Pandóru látinn fjúka

Auglýsing

Nýjast

Björn Brynjúlfur er nýr formaður FVH

Toyota fer í hart vegna Hybrid-bíla auglýsinga

Hlutafé í WOW aukið um helming

Ennemm hagnast um eina milljón

Icelandair hækkaði um rúmlega 3 prósent

Úlfar kaupir fyrir 100 milljónir í Icelandair

Auglýsing