Sam­skipta­miðilinn Twitter hefur beðið fyrrum starfs­menn að snúa aftur eftir að þeim var ó­vart sagt upp í síðustu viku. Bloomberg greinir frá þessu.

Auð­maðurinn Elon Musk, nýr eig­andi Twitter hefur fram­kvæmt miklar breytingar á rekstri fyrir­tækisins og sagði meðal annars 3700 manns upp á föstu­daginn síðast­liðinn.

Bloom­berg greinir frá að tugir starfs­manna hafi verið beðnir um að koma aftur eftir að þeim var sagt upp fyrir mis­tök. Einnig voru mikil­vægir starfs­menn beðnir um að snúa aftur eftir að stjórn­endur áttuðu sig á því að starf þeirra og reynsla væri hugsan­lega dýr­mæt fyrir þá sýn sem Musk hefur fyrir Twitter.

Áður hafði Musk sagt að hann þyrfti að segja upp starfs­fólki til að koma stöðug­leika á fjár­mál fyrir­tækisins, sem væri að tapa 4 milljónum dala á hverjum degi.