Ef fram­bjóð­endur lofa út­gjöldum þá þarf að finna út hvernig eigi að borga. Það er einungis um tvennt að velja: Skattar eða meiri skuld­setning. Þetta sagði Katrín Ólafs­dóttir, hag­fræðingur og dósent við Há­skólann í Reykja­vík í Speglinum á Rás 1.

„Ef þú ætlar að auka út­gjöld þá verður þú að horfast í augu við það. Það er annað hvort meiri skatt­lagning eða meiri skuld­setning,“ sagði Katrín er Spegilinn ræddi við hana um hvers mætti vænta í efna­hags­málum landsins á næstu misserum.

Katrín sagði einnig að það hafði gengið betur að vinna úr efna­hags­á­fallinu í kjöl­far kórónu­veirufar­aldursins en flestir þorðu að vona meðal annars vegna að­gerða sem voru „til í far­teskinu“ frá síðustu kreppu.

„Það var ekki það langt frá henni þannig það var hægt að fara í það án mikils undir­búnings þannig það hjálpaði tölu­vert. Auð­vitað eru engar fyrir­myndir fyrir þessari kreppur en miðað við allt held ég að þetta hafi gengið betur en flestir þorðu að vona,“ sagði Katrín.

Hún sagði að svo framar­lega að það komi ekki nýtt af­brigði mættu Ís­lendingar vænta þess að ná efna­hags­lega bata.

„Við sjáum að hag­vöxturinn er farinn að taka við sér. Við erum að horfa á at­vinnu­leysið lækka en við getum hins vegar búist við því að verð­bólga verði á­fram við efri mörk verð­bólgu­mark­miðsins“

Mismunandi áherslur flokka varðandi útgjaldaliði

Spurð um hvort flokkarnir séu með mjög mis­munandi á­herslur í efna­hags­stjórnun, svaraði Katrín því játandi.

„Það er að ein­hverju leyti mis­munandi á­herslur já. Við sjáum togast á annars vegar um­ræðan um aukin út­gjöld, sérstaklega í heilbrigðismálum, svo eru það vel­ferðar­málin og svo náttúru­lega um­hverfis­málin. Á hinn boginn sjáum við meira svona hægra megin að þar er er verið að ræða skulda­stöðu ríkis­sjóðs. Auð­vitað hefur ríkis­sjóður verið rekinn með miklum halla í ár og í fyrra vegna Co­vid og skuldirnar aukist mjög hratt. Þar er á­hersla á að for­gangs­raða eða skera niður.“

„Það er líka verið að ræða aukna skatt­heimtu á móti auknum út­gjöldum á vinstri vængnum þannig það eru að­eins mis­munandi á­herslur. En ég í held að þessum kosningum muni það vera vel­ferðar­málin og heil­brigðis­málin sem muni skipta mestu máli,“ sagði Katrín og bætti við að þetta væru út­gjalda­mála­flokkar.

Alþingiskosningarnar fara fram á laugardaginn 25. september.
Eyþór Árnason

„Annað hvort meiri skatt­lagning eða meiri skuld­setning“

Spurð um lof­orð stjórn­mála­flokka sagðist hún upp­lifa að flokkar væru að freista fólki með beinum peningagreiðslum.

„Það eru alls­kyns lof­orð í gangi. Sumir vilja skatt­leggja há­tekju­fólk meira. Aðrir vilja greiða okkur beint arð af bönkum og síðan er verið að tala um að tengja krónuna við evru. Það eru svona ýmis lof­orð í gangi sem geta haft á­hrif beint í vasa okkar ein­stak­lingana. Stundum finnst manni eins og það sé verið að freista fólks með beinum greiðslum.“

Hún var síðan að lokum spurð hvort henni fyndist fram­bjóð­endur trú­verðugir þegar þeir út­skýra tekju- og út­gjalda­liði og sagði Katrín að það væri mjög mis­jafnt.

„Ef þú ætlar að auka út­gjöld þá verður þú að horfast í augu við það. Það er annað hvort meiri skatt­lagning eða meiri skuld­setning. Svo er það spurningin hvernig ætlar þú að ná í meiri skatt­greiðslur. Við erum með svo­kallað „prog­ressift" skatt­kerfi, tekju­skatts­kerfi þar sem lægra launaðir borga hlut­falls­lega minna og hærra launaðir hlut­falls­lega meira. Þessum hlut­föllum er alltaf hægt að breyta í skatt­kerfinu og um­ræðan núna snýst að hluta til um það,“ sagði Katrín að lokum.