TT3 ehf. hefur keypt allt hluta­fé í raf­tækja­heild­versluninni SRX ehf. og Orms­son ehf. Í til­kynningu kemur fram að með kaupunum muni fyrir­tækin SRX ehf. og Orms­son ehf. verða sam­einuð og að það muni gefa mikla mögu­leika á kostnaðar­hag­ræðingu og aukinni hag­kvæmni vegna stærðar og breiddar. Kaupin hafa verið sam­þykkt af Sam­keppnis­eftir­litinu.

Kjartan Örn Sigurðs­son fram­kvæmda­stjóri SRX mun stýra sam­einuðu fé­lagi. Kjartan er þaul­reyndur á sviði al­þjóða­við­skipta, bæði í heild­verslun og á sviði smá­sölu. Kjartan Örn segist sjá mikil tæki­færi með kaupunum:

„Orms­son er sterkt vöru­merki og í fyrir­tækinu er mikið af reynslu­miklu starfs­fólki með mikla þekkingu. Við höfum trú á vöru­merkinu Orms­son til fram­tíðar. Sam­eining fyrir­tækjanna skilar hag­kvæmari rekstri, auknu vöru­fram­boði og bættu að­gengi að vörum á markaði sem mun stuðla að aukinni þjónustu við við­skipta­vini sam­einaðs fé­lags.“

Á­ætluð árs­velta hins sam­einaða fé­lags verður um sex milljarðar króna með um sex­tíu starfs­menn. Eig­endur fyrir­tækisins eru Kjartan Örn Sigurðs­son, Ingvi Týr Tómas­son og Guð­mundur Pálma­son.

Andrés B. Sigurðs­son frá­farandi for­stjóri og aðal­eig­andi Orms­son er þakk­látur þeim sem hafa verið tengdir fyrir­tækinu í ára­tugi en segist jafn­framt sjá ný tæki­færi til vaxtar með nýjum eig­endum:

„Eig­endur Orms­son ehf., sem hafa verið tengdir fyrir­tækinu í ára­tugi vilja þakka sam­starf við fyrir­tæki og ein­stak­linga, sem hafa verið traustur við­skipta­vina­hópur í nær hundrað ára sögu þess. Nýir eig­endur eru reyndir í við­skiptum hér á landi og er­lendis. Með sam­einingu fyrir­tækja koma ný tæki­færi til vaxtar og þróunar til lengri tíma. Óskum við, fyrrum eig­endur, hinum nýju far­sældar og megi tryggir við­skipta­menn njóta góðra við­skipta og sam­starfs til fram­tíðar.“

Styrkja innviði

Í til­kynningunni segir að SRX hafi á undan­förnum árum verið ein af stærstu raf­tækja­heild­verslunum landsins og eru vöru­flokkar fyrir­tækisins far­símar, raf­magns­hlaupa­hjól, heyrnar­tól, spjald­tölvur og aðrar vin­sælar vörur á markaði.

Megin­starf­semi Orms­son er inn­flutningur og sala á heimilis­tækjum, sjón­vörpum og hljóm­tækjum auk inn­flutnings og sölu á eld­hús­inn­réttingum. Orms­son er um­boðs­aðili fyrir sum af þekktustu vöru­merki í heimi, Sam­sung, AEG, Bang & O­luf­sen, Nin­tendo, Sharp, HTH o.fl.

Í til­kynningunni segir að til­gangur og mark­mið SRX með kaupunum á Orms­son sé að styrkja inn­viði fé­lagsins með auknu að­gengi að mann­auð, þekkingu, lager­hús­næði og breiðara vöru­vali. Þannig mun sam­einað fé­lag leitast við að há­marka nýtingu fram­leiðslu­þátta og bjóða betri þjónustu við við­skipta­vini með aukinni stærðar­hag­kvæmni og meira vöru­úr­vali.