Tryggingafélögin þrjú sem skráð eru í Kauphöll lækkuðu við opnun markaðar. Leiða má að því líkum að snjóflóð í gær hafi stuðlað að lækkun á gengi bréfanna. Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri við Önundarfjörð í gærkvöldi og þriðja flóðið fjall í Súgandafirði fjarri byggð.

TM hefur lækkað um 2,1 prósent í 53 milljón króna viðskiptum, VÍS um 1,7 prósent í 82 milljón króna viðskiptum og Sjóvá um 1,6 prósent, líkt og Arion banki sem á tryggingafélagið Vörð. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,4 prósent.

Heimavellir hafa hækkað um 0,9 prósent í tveggja milljón króna viðskiptum og Sýn um 0,4 prósent í 389 þúsund króna viðskiptum.