Donald Trump tilkynnti í nótt að hann væri búinn að setja í sölu NFT-myndaröð af honum á 99 dollara eða um 14 þúsund íslenskar krónur stykkið.
Tilkynningin birtist á nýjum samskiptamiðli Trumps, Truth Social.
Fyrrum forsetinn var búinn að gefa til kynna að von væri á stærðarinnar tilkynningu frá honum í nótt en það voru ekki margir sem áttu von á þessu.
Að sögn Trumps eru myndirnar tilvaldar undir jólatréð og líkti myndunum við hafnaboltaspjöld nema meira spennandi.
Holy Crap! You can't make this stuff up!
— Brian Krassenstein (@krassenstein) December 15, 2022
Here's Trumps #MajorAnnouncement. Crazy Trump Digital Trading Cards / NFT Collection. Seems he needs some money. Talk about "Grifters" pic.twitter.com/6u9u9ARdt4
Myndirnar eiga það flestar sameiginlegt að sýna Trump í ákveðnum ljóma sem nokkurs konar ofurhetja. Á einni mynd birtist hann sem Superman, annari sem Frelsisstyttan og á einni bætist hann ið hóp fyrrum forseta Bandaríkjanna á Rushmore-fjallinu.
Auk myndarinnar fá þeir sem kaupa mynd miða í happdrætti þar sem hægt er að vinna kvöldverðarstund með 44. forseta Bandaríkjanna eða golfhring.