Umboðsskrifstofan Total Football, sem Bjarki Gunnlaugsson fer fyrir, hagnaðist um 38 milljónir árið 2020 samanborið við 46 milljónir króna árið 2019. Tekjurnar drógust saman í 106 milljónum króna úr 134 miljónum króna árið áður. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi.

Tveir umboðsmenn starfa hjá Total Football: Bjarki og Gylfi Sigurðsson. Þeir sinna meðal annars umboðsmennsku fyrir Hallberu Gísladóttur, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins.

Total Football er í eigu konu Bjarka, Rósu Signýjar Gísladóttur, og Magnúsar Agnars Magnússonar umboðsmanns.

Eigið fé fyrirtækisins var 40 milljónir króna við árslok en árið 2019 greiddi það 55 milljónir króna í arð.