Tor Arne Berg er nýr for­stjóri Alcoa Fjarða­áls á Reyðar­firði. Hann tekur við starfinu um mánaða­mótin septem­ber-októ­ber.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá ál­verinu. Tor Arne tekur við starfinu af Magnúsi Þór Ás­munds­syni, sem lét af störfum að eigin ósk í júlí síðast­liðnum, en Smári Kristins­son hefur gegnt stöðunni síðan þá.

Tor Arne hefur starfað sem for­stjóri Lista í Noregi frá árinu 2017 en þar á undan stýrði hann starf­semi steypu­skála í Evrópu og Ástralíu. Þar var hann meðal annars yfir­maður fram­kvæmda­stjóra steypu­skála hjá Fjarða­áli.

„Tor Arne hefur starfað hjá Alcoa frá árinu 2011 og unnið fjöl­breytt störf fyrir fyrir­tækið. Meðal annars hefur hann verið fram­kvæmda­stjóri steypu­skála hjá Lista, svo og fram­kvæmda­stjóri inn­kaupa þar. Hann mun yfir­gefa stöðu sína sem for­stjóri Lista þegar hann gengur til liðs við Fjarða­ál,“ segir í til­kynningunni.